Fara í efni

Flókatóftir

Flókatóftir - saga

Flókatóftir hafa löngum verið taldar minjar um vetursetu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar á Íslandi um árið 865 og fá af því nafn sitt. Veturseta þessi er sögð sú fyrsta sem norrænir menn áttu á Íslandi.

Í Landnámu er eftirfarandi frásögn:

„Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð ok tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörðr við Barðaströnd... Þeir fóru brott um sumarit ok urðu litlu fyrir vetr. Þar sér enn skálatóft þeira inn frá Brjánslæk ok svá hrófit ok svá seyði þeira.“

Í Landnámu segir einnig að Flóki og menn hans hafi stundað fiskveiðar svo stíft að gleymst hafi að heyja til vetrarins. Drapst því allt kvikfé um veturinn. Gekk Flóki upp á fjall um vorið og sá þar til norðurs fjörð fullan af ís. Kallaði hann af því landið Ísland.

Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu. Fornleifar 1-6 og 11-13 á kortinu hér til hliðar tilheyra eldri kynslóð á staðnum. Fornleifar 1-6 eru hinar eiginlegu Flókatóftir en fornleifar 11-13 eru niðurgreftir, hugsanlega soðholur eða seyðir þeir er nefndir eru í Landnámu. Eru holur þessar líklega frá sama tíma og hinar eiginlegu Flókatóftir þótt þær hafi ekki verið skráðar upphaflega á 19. öld sem hluti af minjunum á svæðinu. Flókatóftir voru friðlýstar árið 1930 af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði. Fornleifar 7-10 tilheyra yngri kynslóð búsetu á staðnum. Fornleifar 7-9 tilheyra býlinu Grund sem talið er byggt um 1900. Grund fór í eyði um 1930. Naust við sjóinn, nr. 10, var hlaðið árið 1940.

Flókatóftir - fornleifar

Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu. Fornleifar 1-6 og 11-13 á kortinu hér til hliðar tilheyra eldri kynslóð á staðnum. Fornleifar 1-6 eru hinar eiginlegu Flókatóftir en fornleifar 11-13 eru niðurgreftir, hugsanlega soðholur eða seyðir þeir er nefndir eru í Landnámu. Eru þessar holur líklega frá sama tíma og hinar eiginlegu Flókatóftir þótt þær hafi ekki verið skráðar upphaflega á 19. öld sem hluti af minjunum á svæðinu. Flókatóftir voru friðlýstar árið 1930 af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði. Fornleifar 7-10 tilheyra yngri kynslóð búsetu á staðnum: býlinu Grund. Samkvæmt Einari Guðmundssyni, bónda að Seftjörn við Brjánslæk, var bærinn Grund byggður í kringum 1900 og var búseta þar þangað til um 1930. Naustið, tóft 10, var hlaðið af föður Einars í kringum 1940.

Minjar Flókatófta hafa verið rannsakaðar oftar en einu sinni í gegnum tíðina. Ein fyrsta rannsóknin var uppgröftur Sigurðar Vigfússonar árið 1889 en þá gróf hann í allar tóftirnar sex. Þorsteinn Erlingsson teiknaði hluta minjanna upp sumarið 1895 og Kristján Eldjárn skoðaði þær oftar en einu sinni. Taldi Kristján að Flókatóftir væru ekki eins gamlar og menn vildu vera láta.

Síðast voru minjar Flókatófta rannsakaðar af Fornleifavernd ríkisins (nú Minjastofnun Íslands) á árunum 2004 og 2012. Voru þá tekin sýni til aldursgreiningar úr tveimur rústanna: nr. 4 og 6. Reyndust sýnin vera annars vegar frá 9.-10. öld (nr. 4) og hins vegar frá 11.-12. öld (nr. 6). Niðurstöðurnar benda því til þess að Kristján Eldjárn hafi að hluta til haft rétt fyrir sér þar sem rústir hinna gömlu Flókatófta hafa líklega ekki allar verið í notkun á sama tíma. Það er því næsta víst að Hrafna-Flóki, sé sagan um hann sönn, hefur einungis reist og notað hluta þeirra mannvirkja sem á svæðinu eru. Saga staðarins er líklega mun flóknari en hingað til hefur verið talið.

English Version

Flókatóftir history

Flókatóftir have long since been thought to be the site of the first winter-stay by Norse men in Iceland. Hrafna-Flóki Vilgerðarson is said to have settled here for a whole winter in about the year 865. That‘s where Flókatóftir, Flóki‘s ruins, get their name.

In Landnámabók, Hrafna-Flóki and his men are said to have put all their focus on fishing, so much that they forgot to bring in fodder – hay – for their livestock. This oversight resulted in the death of all livestock in course of the winter.

In springtime Flóki climbed up a mountain in the vicinity. When he reached the top he saw, looking north, a bay filled with ice. He therefore named the country Iceland.

Flókatóftir consist of thirteen archaeological features, six of which are the original Flókatóftir surveyed in the 19th century. These are features 1-6 on the map. Features 7-10 are the remains of a small farm, named Grund, which was probably founded around 1900 but only lived on until 1930. Feature 10 is a boathouse constructed in 1940. Features 11-13 are probably from the same era as features 1-6 but were not originally mentioned as part of Flókatóftir, possibly because people didn‘t notice them. All of the features 11-13 are pits, possibly cooking-pits.

Flókatóftir archaeology

Flókatóftir are thought to be the site of the first winter-stay by Norse men in Iceland. Flókatóftir consist of thirteen archaeological features, six of which are thought to be the original Flókatóftir, dating to the 9th century. These are features 1-6 on the map. Features 7-10 are the remains of a small farm, named Grund, which was probably founded around 1900 but only lived on until 1930. Feature 10 is a boathouse constructed in 1940. Features 11-13 are probably from the same era as features 1-6 but were not originally mentioned as part of Flókatóftir, possibly because people didn‘t notice them. All of the features 11-13 are pits, possibly cooking-pits.

Flókatóftir were first listed as an important archaeological site in 1930 and remain that way today. Many have done research on the archaeological features, the earliest known having been done in the 19th century. The research consists both of archaeological survey and excavation. The late Kristján Eldjárn, national cultural heritage manager and later president of Iceland, visited the site more than once. His opinion was that the ruins were younger than thought, thus not dating from the 9th century.

Recent research somewhat supports Kristján's theory. Test-trench excavations were done in the area in 2004 and again in 2012 where the main aim was to collect samples for dating of the site. The research was carried out by the Cultural Heritage Agency of Iceland. Two samples were dated with the C-14 carbon dating method. The results showed that feature 4 on the map is probably from the 9th-10th century but feature 6 is probably from the 11th-12th century. The results indicate therefore that Flókatóftir really consist of features that were not all in use at the same time, suggesting that the site is much more complicated than previously thought.