Fara í efni

Gamla-Brekkurétt

Gamla-Brekkurétt við Grábrók í Borgarfirði

Brekkurétt á Brekkueyrum við veginn milli Brekku og Hreðavatns var byggð 1831. Áður voru þau réttarhöld í Norðurárdalsfjöllum. Réttað var í Hvammsmúla, líka í svokölluðum Staðarmúla í gilgljúfrum við Bjarnadalsá. Sjást þar engin mannvirki. Líka var Tangarétt við Vikravatn ofan Hreðavatns í tanga út í vatnið, mest dregið út, en því þar voru nánast engir dilkar. Árið 1831 lét sýslumaður, Eiríkur Sverrisson á Hamri í Borgarhreppi færa saman þessi réttarhöld á Brekkueyrar, eins og fyrr segir. Þar var réttað í rúm 40 ár, þá vildi það til að ofsaflóð gerði á réttardaginn og Brekkuá fæddi inn í almenninginn, svo það varð kviðvatn í honum. Eftir þann atburð var réttin færð og byggð norðaustan við Stóru- Grábrók. (Fellin voru alltaf kölluð Stóra Grábrók og Litla Grábrók í gamla daga. Stóra Grábrók stendur við þjóðveginn.) Sú rétt var notuð til ársins 1922 og hafði þá verið í notkun í um 50 ár en þá var hún komin að falli enda byggð úr mjög slæmu efni. Réttarstæðið þótti erfitt vegna halla og vildi fé troðast undir í almenningnum. Engin safngirðing var við réttina og þurftu menn því að standa yfir safninu og passa það. Hestar sem Norðdælingar komu á til réttar voru bundnir á streng norðan við innrekstrardyr almenningsins, en hestar Stafholtstungnamanna voru bundnir á steng vestan almenningsdyranna, Hestar Borghreppinga voru aftur á móti bundnir á steng í brekkunni vestan við Borghreppingadilkinn, og þar borðuðu skilamenn Borghreppinga nesti sitt. Hreppstjóri Norðdælinga sem síðustu ár réttarinnar var Vigfús Bjarnason bóndi í Dalsmynni (f.1853 – d.1935) setti þær reglur er ómerkingar og óskilafé var boðið upp í lok réttar og að borga skildi við hamarshögg, þó með þeirri undantekningu að heimamenn í Norðurárdal þurftu ekki að borga fyrr en um næstu áramót.

Veturinn 1922-1923 var haldinn fundur og þangað boðið öllum bændum sem áttu upprekstur að Brekkurétt. Á þessum fundi var ákveðið að byggja nýja rétt. Voru þeir Þórður Ólafsson á Brekku og Þorsteinn Snorrason á Laxfossi kosnir til að velja réttinni stað, ráða stærð hennar og gerð og vera verkstjórar við framkvæmdina. Því varð gamla réttarstæðið austan við Litlu Grábrók fyrir valinu, þeas á Brekkueyrum þar sem hún var fyrst byggð árið 1831. Til að fyrirbyggja flóðahættunar ákváðu þeir Þórður og Þorsteinn að veita ánni út í hraun, nokkru fyrir ofan réttina. Þorsteinn gerði uppdrátt af rétinni og kostnaður hvers bónda fór að nokkru leyti eftir fjárfjölda og að nokkru eftir jarðarhundruðum. Byrjað var á verkinu um miðjan einmánuð um vorið og var að mestu búið að byggja réttina viku af sumri enda munu 20-30 manns hafa unnið við hana. Réttin var algerlega hlaðin hraungrjóti, bezt var að hlaða úr grjóti sem brotið var upp úr hraunklöpp. Það sem laust var, var yfirleitt ekki kantað og því illa fallið til hleðslu, það sem hlaðið var úr lélegra grjótinu stóð illa. Þó nokkuð af efni þurfti að flytja alllangt að. Var það flutt á sleðum og hestar látnir draga sleðana. Þetta er sú rétt sem stendur nánast óbreytt og án verulegra umbóta eða viðgerðar. Reyndar er hún nú orðin hrörleg. Þessi rétt var notuð til árins 1992 eða í um 70 ár þegar Brekkurétt var færð heim að Brekku. Réttarahald í Brekkurétt hefur verið með sama hætti frá ómunatíð og það er enn í dag.

Réttarstjórar hafa verið þessir:

Þórður Jónsson á Brekku

Vigfús Bjarnason í Dalsmynni ( síðasti réttarstjóri réttarinnar við Grábrók)

Þorsteinn Snorrason Hvassafelli

Þórður Ólafsson Brekku

Þórður Kristjánsson Hreðavatni

Gísli Þorsteinsson Hvassafelli

Þorsteinn Þórðarson Brekku

Þórður Þorsteinsson Brekku

Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku (Núverandi réttarstjóri)

 

Heimildamaður: Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku

 

[English below]

Teikning-Gudmundur-Danielsson-Copy-2-

1. Borghreppingar

2. Sólheimatunga og Haugar.

3. Jafnaskarð, Múlakot, Stapasel og Grísatunga.

4. Litluskógar, Stóruskógar, Grafarkot og Stóragröf.

5. Laxfoss og Litlaskarð.

6. Munaðarnes.

7. Hreðavatn.

8. Dalsmynni og Klettstía (Kleppstía eins og það hét áður).

9. Dalamenn.

10. Brekka, Hraunsnef og Desey.

11. Hvammur, Dýrastaðir og Hreimstaðir.

12. Hvassafell.

13. Suðurupprekstur.

 

The Brekka Corral at Brekkueyrar on the Brekkuá river, on the route between Brekka and Hreðavatn Lake, was built in 1831. Such corrals are used during the autumn sheep round-up: the flock is herded into the central enclosure, then sorted into the respective owners’ pens. [N1] Before the corral was built, sheep had been rounded up and herded to corrals in the mountains of the Norðurárdalur valley: at Hvammsmúli and at Staðarmúli by the Bjarnadalsá river. No traces are visible at those sites. Another corral, Tangarétt, was at Vikravatn lake above Hreðavatn. In 1831 Sheriff Eiríkur Sverrisson of Hamar in the Borg district decreed that all these corral sites should be abolished, superseded by a new one at Brekkueyrar. The corral was used for over 40 years, until a catastrophic flood struck on round-up day. The waters of the Brekkuá river flooded into the corral as high as the animals‘ bellies. After that event the corral was rebuilt in a new location, northeast of the Stóra- Grábrók crater. (In olden days the craters were known as Stóra (Big) and Litla (Little) Grábrók. The main road through the valley passes by Stóra-Grábrok.) That corral was used until 1922. Having been in use for about 50 years, it was on the brink of collapse – as it had been built of poor materials. The corral site was regarded as unfavourable as it sloped, and there was a risk of sheep being trodden underfoot in the central enclosure. There was no holding pen outside the corral, so the herders had to stand guard over the flock waiting to enter. Norðurárdalur farmers attending the corral tethered their horses on the north side of the entrance to the central enclosure, while those from Stafholtstungur tethered theirs on the west side. Men from the Borg district tethered their horses on the slope west of their own sorting pen. They also took their refreshments there. The Norðurárdalur district leader – who for the last years of the corral was farmer Vigfús Bjarnason of Dalsmynni (1853 – 1935) – introduced rules that unbranded and unidentified animals should be auctioned off after the sorting in the corral had been completed. Immediate payment was required, except from Norðurárdalur farmers, who were permitted to pay at the end of the year.

In the winter of 1922-1923 a meeting was held of all the farmers whose sheep were sorted at the Brekka corral. At that meeting a decision was made to build a new corral. Þórður Ólafsson of Brekka and Þorsteinn Snorrason of Laxfoss were elected to select a site for the corral, determine its size and form, and supervise the construction. They opted for the original corral site, i.e. at Brekkueyrar where the first corral had been built in 1831. In order to avert the risk of flooding, Þórður and Þorsteinn decided to divert the river out into the lava field some distance above the corral. Þorsteinn made a plan of the corral; the costs to be paid by each farmer were partly determined by their livestock holdings, and partly by property ownership. Construction commenced at the end of winter (early April), and was largely complete by the end of the first week of summer (early May); between 20 and 30 men had worked on the task. The corral was built entirely of lava rock. It was best to use stone that was quarried from solid lava rock. Loose pieces of lava were generally of irregular shape and less suitable for building. When poor stone was used, the structure did not last. Quite a lot of the building material had to be transported some distance, on horse-drawn sledges. That is the corral that remains standing, almost unchanged and with no major repairs or improvements. In fact it is dilapidated now. That corral was used for about 70 years, until 1992 when a new corral was made at the farm of Brekka. Sorting of livestock at the Brekka corral after the round-up has remained unchanged over the centuries, and it continues today.

Corral masters have been:

Þórður Jónsson, Brekka

Vigfús Bjarnason, Dalsmynni (last corral master at the corral by Grábrók)

Þorsteinn Snorrason, Hvassafell

Þórður Ólafsson, Brekka

Þórður Kristjánsson, Hreðavatn

Gísli Þorsteinsson, Hvassafell

Þorsteinn Þórðarson, Brekka

Þórður Þorsteinsson, Brekka

Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekka (present corral mistress)

 

Information supplied by Þórhildur Þorsteinsdóttir of Brekka