Fara í efni

Kumlateigurinn í Hringsdal

Á árunum 2006-2011 fóru hér fram rannsóknir á kumlateig frá 10. öld á vegum Fornleifastofnunar Íslands ses. Sumarið 2006 tilkynnti Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, Fornleifavernd ríkisins um beinafund á nesinu Hreggnasa í Hringsdal. Var Fornleifastofnun Íslands ses. fengin til að rannsaka svæðið og voru í kjölfarið grafnar upp leifar tveggja heiðinna grafa - kumla. Á komandi árum voru grafin upp fleiri kuml á svæðinu auk yngra mannvirkis. Alls urðu kumlin fimm og var eitt þeirra bátskuml. Í gröfunum hafa fundist margskonar gripir s.s. naglar, sverð, járnmolar, skjaldarbóla, kambsbrot og hnífur.

Yngra mannvirkið sem grafið var upp er á svæðinu suðvestanverðu. Þegar mannvirkið var reist hefur eldri minjum hugsanlega verið raskað og m.a. er líklegt að tekið hafi verið grjót út kumlunum og notað við byggingu mannvirkisins.

Munnmælasagnir hafa gengið í Hringsdal öldum saman um landnámsmanninn Hring. Á hann að hafa átt í deilum við austmenn og að lokum fallið fyrir þeirra hendi í bardaga í Hringsdal. Er talað um að Hringur hafi verið heygður í Hringshaugi. Haugurinn var friðlýstur af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, árið 1930. Hvort eitthvert kumlanna sem grafin hafa verið upp hér á þessum stað sé kuml Hrings verður ekki fullyrt um.

Kumlateigurinn í Hringsdal er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fá kuml hafa verið rannsökuð á Vestfjörðum öllum. Síðast var grafinn upp kumlateigur á Vestfjörðum árið 1964 þegar kumlin í Vatnsdal við Patreksfjörð voru rannsökuð af Þjóðminjasafni Íslands.

Rannsóknarskýrsla Fornleifastofnunar Íslands ses. 2006

Rannsóknarskýrsla Fornleifastofnunar Íslands ses. 2007

English Version

Hringsdalur- Pagan Burial Ground

An archaeological excavation was conducted here in the years 2006-2011 after a human leg bone was found at the site and the Archaeological Heritage Agency was notified by the landowner Hilmar Einarsson. An archaeological research institute, The Institute of Archaeology, performed an excavation in the area and found the remains of two pagan graves. In the following years more graves were discovered along with the remains of a younger man-made structure. In total, five heathen graves were excavated, one of which was a boat grave. The graves contained various artifacts, including a sword, pieces of iron, a knife, a shield boss and fragments of a comb.

The younger structure was in the southwestern part of the area. It is possible that older remains in the area were disturbed during the construction of the younger structure and that stones from the graves might have been used as building materials for it.

According to a legend a man called Hringur settled Hringsdalur. Hringur had a feud with “Austmenn” (“East-men” likely referring to Scandinavians) which resulted in Hringur's death after a battle in Hringsdalur. Consequently, Hringur was buried in Hringshaugur (the mound of Hringur). The mound was listed as a protected site in 1930. Whether or not any of the excavated graves was the mound of Hringur remains a mystery.

The pagan burial ground in Hringsdalur holds a special status for several reasons, not only for its findings but also because it is one of the few pagan burial grounds that have been excavated in the Westfjords.