Fara í efni

Snorralaug í Reykholti

Fyrst er getið um laug í Reykholti í Landnámu. Í Sturlungu kemur hún við sögu á dögum Snorra Sturlusonar (1178/9-1241). Elsta þekkta lýsing á Snorralaug er í riti Páls lögmanns Vídalín Um fornyrði Jónsbókar frá um 1724. Laugin er meðal þeirra fornleifa sem fyrstar voru friðlýstar á Íslandi árið 1817.

Snorralaug er tæplega fjórir metrar í þvermál og 0,7-1,0 m djúp. Vatni er veitt í laugina í lokuðum stokk úr hvernum Skriflu. Yfir aðrennslisbarminum má sjá stein með fangamarkinu V.Th. 1858. Er það fangamark Sr. Vernharðs Þorkelssonar sem lét gera við Snorralaug það ár.

Frá lauginni liggja forn göng sem talin eru hafa tengt laugina og bæinn. Göngin komu í ljós þegar grafið var fyrir íþróttahúsinu árið 1931. Fremsti hluti ganganna er endurgerður þar sem hluti þeirra var grafinn burt við framkvæmdir fyrri alda. Húsið yfir göngin er einungis reist til að skýla minjunum og byggist ekki á tilgátu um hvernig inngangurinn og göngin voru forðum. Laugin og umhverfi hennar hafa verið endurbætt nokkrum sinnum, síðast af Minjastofnun Íslands árið 2019. Er útlit laugarinnar ekki upprunalegt.

Athugið að bannað er að baða sig í lauginni. Vatnið getur verið mjög heitt.

Greinar tengdar Snorralaug:

Þorkell Grímsson. 1960. " Gert við Snorralaug". Árbók Hins ízlenska fornleifafélags 1960 , bls. 19-47. Reykjavík: Hið íslenzka fornleifafélag.

Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson. 1988. "Fornar leiðslur í Reykholti í Borgarfirði". Árbók Hins ízlenska fornleifafélags 1987 , bls. 99-122. Reykjavík. Hið íslenzka fornleifafélag.

English Version

Snorralaug/Snorri‘s bath

According to Landnámabók a hot water bath was in use at Reykholt already in the 10th century. In the 13th century Reykholt had become a church property and the home of the historiographer Snorri Sturluson (1178/79-1241). In Sturlunga saga the hot water bath is mentioned several times. A passage pictures Snorri himself in it one evening, chatting with friends. The basin bears his name and is called Snorralaug (Snorri's bath). Snorralaug was one of the first ten archaeological remains to be listed in Iceland in 1817.

The basin is constructed entirely of hewn stones of “hveragrjót” (silica sinter). It is approximately 4 m in diameter and 0,7-1,0 m deep. Three steps lead down to the basin and a circular rim, a kind of a bench, is along the walls.

Thermal water from the hot spring Skrifla is led to the basin through a conduit. By the intake duct there is a stone with the initials V.Th. 1858. The inscription was carved in 1858 when Snorralaug was restored on the initiative of Pastor Vernharður Þorkelsson. A passage is said to have connected Snorri's farm and the basin. The passage was discovered during construction of a sports hall in 1931. The house covering the passage is not intended to show how the medieval passage was constructed. Its sole purpose is to preserve the remains. Note that the construction of the pool and its closest environment is not original.

It is forbidden to bathe in the pool! Water can be extremely hot.