Fara í efni

Vatnsfjörður við Djúp

Allt frá landnámsöld og fram yfir skipaskipti var Vatnsfjörður stórbýli og höfðingjasetur. Staðurinn kemur víða við í fornritum, m.a. í Landnámu, Íslendingasögum, Sturlungu og margvíslegum öðrum heimildum frá miðöldum. Staðurinn gegndi mikilvægu efnahagslegu, pólitísku og menningarlegu hlutverki. Sögufrægir höfðingjar bjuggu í Vatnsfirði allar miðaldir, s.s. Björn Jórsalafari, sem ferðaðist bæði til Grænlands og Landsins helga.

Á árunum 2003-2013 stóð Fornleifastofnun Íslands ses. fyrir fornleifarannsóknum í Vatnsfirði: uppgrefti, fornleifaskráningu og rannsóknum á landsháttum og menningu. Uppgröftur fór fram á tveimur meginsvæðum. Annars vegar í túninu til norðurs þar sem grafinn var upp skáli, smiðja og fleiri smáhýsi frá víkingatímanum. Hins vegar var grafið í bæjarhólinn þar sem miðaldabærinn mun hafa staðið. Þar komu í ljós leifar bygginga frá 17.-19. aldar. Undir þeim eru eldri mannvistarleifar sem bíða frekari rannsókna.

Kirkja var áður í kirkjugarðinum norðanverðum, en sú sem nú stendur var byggð árið 1912. Er hún friðlýst. Á nýliðinni öld var kirkjugarðurinn stækkaður og garðurinn umhverfis endurhlaðinn.

Yfir Vatnsfirði stendur Grettisvarða, kennd við Gretti sterka Ásmundarson. Þangað er merkt gönguleið og frá vörðunni er gott útsýni. Grettisvara var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, árið 1929.

Hér má nálgast rannsóknaskýrslur Fornleifastofnunar Íslands ses. vegna rannsókna í Vatnsfirði 2003-2013:

Vatnsfjörður 2013. Framvindnuskýrslur/Interim Reports (FS531-030913)

Vatnsfjörður 2012. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS514-030912)

Vatnsfjörður 2011. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS492-030911)

Vatnsfjörður 2010. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS461-030910)

Vatnsfjörður 2009. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS499-03099)

Vatnsfjörður 2008. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS426-03098)

Vatnsfjörður 2007. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS383-03097)

Vatnsfjörður 2006. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS356-03096)

Landscape Research at Vatnsfjörður in 2006 (FS343-03096)

Vatnsfjörður 2005. Fornleifarannsóknir/Fieldwork at Vatnsfjörður NW-Iceland 2005 (FS301-03095)

Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 2004 (FS249-03093)

Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp - Rannsóknir sumarið 2003 (FS213-03092)

Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sumarið 2003 (FS211-03091)

English version

Vatnsfjörður Estate

Vatnsfjörður was one of the richest farms in Iceland from the twelfth through the seventeenth century and its owners were among them most powerful in the country. In 2003 a research project was initiated by Fornleifastofnun Íslands ses. (The Institute of Archaeology) in order to study how and why this place emerged, prospered and later declined as a seat of economic and political power, and the role played by the church that was present there from the twelfth century at least. Excavations have shown that in the Viking age there was already a substantial farm at Vatnsfjörður, including a longhouse, a smithy and several workshops and storage buildings. Excavations were also carried out on the large manmade farm mound north of the church. This site revealed buildings from the seventeenth to the nineteenth century. Remains of medieval buildings lie underneath, waiting to be uncovered.

The present church was built in 1912, but the earlier church was int the northern part of the circular graveyard. The church is a listed building.

An impressive view of Vatnsfjörður and its surroundings is from the large cairn on the ridge above the farm. Local legend attributes the building of this cairn to Grettir the strong, a famous outlaw about whom a saga was written in the 19th century, and who, according to the story, stayed briefly at Vatnsfjörður. Grettirs-cairn is a listed monument.