Fara í efni

Ný fornminjanefnd hefur verið skipuð

Með bréfi dags. 22. september 2025 skipaði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fornminjanefnd sbr. ákvæði 8. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Skipunartímabilið er til fjögurra ára.

Fornminjanefnd er þannig skipuð:

  • Guðmundur Hálfdánarson, formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Hrönn Konráðsdóttir, sérfræðingur fornminja, varaformaður, tilnefnd af Félagi fornleifafræðinga.
  • Sigríður Þorgeirsdóttir, fornleifafræðingur og forngripavörður, tilnefnd af Félagi norrænna forvarða.
  • Gauti Kjartan Gíslason, sérfræðingur, tilnefndur af Rannís.
  • Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn eru:

  • Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, varamaður formanns, skipuð án tilnefningar.
  • Sigrún Hannesdóttir, doktorsnemi, varamaður varaformanns, tilnefnd af Félagi fornleifafræðinga.
  • Sandra Sif Einarsdóttir, fornleifafræðingur og forngripavörður, tilnefnd af Félagi norrænna forvarða.
  • Gróa María Svandís Sigvaldadóttir, sérfræðingur, tilnefnd af Rannís.
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar um fornminjanefnd má finna hér .