Fara í efni

Fimm ný verndarsvæði í byggð staðfest

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur staðfest tillögur að fimm nýjum verndarsvæðum í byggð:

Vesturhluti Víkur í Mýrdal
Gamli bærinn á Sauðárkróki
Plássið og Sandurinn á Hofsósi
Framdalur Skorradals
Þórkötlustaðahverfi í Grindavík

Tilgangur verndarsvæða í byggð er að stuðla að verndun byggðar sem varðveisluverð er vegna svipmóts, menningarsögu eða listræns gildis. Áður höfðu fimm önnur svæði verið staðfest sem verndarsvæði í byggð: Þorpið í Flatey, Garðahverfi á Álftanesi, byggðin við Voginn á Djúpavogi, Þormóðseyri á Siglufirði og Borðeyri.

Nánar má lesa um nýju verndarsvæðin á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins .

Nánar má lesa um verndarsvæði í byggð á heimasíðu Minjastofnunar Íslands .