Fara í efni

Friðlýsingartillaga Minjastofnunar um Álfsnes

Í Fréttablaðinu, þann 19. maí síðastliðinn birtist viðtal við forstjóra Hornsteins ehf er varðar tillögu Minjastofnunar að friðlýsingu á Álfsnesi. Í viðtalinu er stofnunin ásökuð um „ótæk vinnubrögð“. Þessar ásakanir eiga ekki við rök að styðjast því í stuttu máli þá benti stofnunin á, strax í upphafi, að Álfsnesið sé ekki hentugt fyrir starfsemi fyrirtækisins því á svæðinu er þekktur minjastaður og margar merkar fornleifar. Hægt er að lesa nánar um þetta hér.