Fundur forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndum

Rúnar Leifsson flytur erindi á fundinum.
Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og Þór Hjaltalín sviðstjóri minjavarða sitja nú árlegan fund NHHF (Nordic Heritage Heads Forum), forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndunum, sem þetta árið er haldinn í Krónborgarkastala á Helsingjaeyri í Danmörku.
Helsta umfjöllunarefni fundarins er staða minjaverndar á Norðurlöndunum, áskoranir sem þarf að takast á við vegna niðurskurðar í minjavörslu á Norðurlöndum og hvernig best er hægt að nýta það fjármagn sem málaflokknum er úthlutað. Loks verður fjallað um viðbrögð minjavörslunnar vegna menningarminja sem liggja undir skemmdum eða stendur ógn af náttúruvá og fleiri ástæðum.
