Fara í efni

Lokað 3.-5. apríl vegna kynnisferðar starfsmanna

Dagana 3. - 7. apríl mun starfsfólk Minjastofnunar halda í kynnisferð til Berlínar og verður stofnunin því lokuð miðvikudaginn 3. apríl, fimmtudaginn 4. apríl og föstudaginn 5. apríl. Nokkrir starfsmenn stofnunarinnar verða á bakvakt þessa daga og svara áríðandi erindum á skrifstofutíma í síma 5701300.

Á meðan á ferðinni stendur er þeim sem þurfa að hafa samband við starfsfólk stofnunarinnar bent á að senda tölvupóst.


Kynnisferðir sem þessi eru ætlaðar til að kynnast minjavörslu í öðrum löndum og verða í þessari ferð heimsóttar systurstofnanir í Brandenburg og Berlín. 

Í Brandenburg tekur Prof. Dr. Franz Schopper, Direktor, Landesarchäologe og Museumsdirektor, við hópnum og fræðir um starfsemi sinnar stofnunar "Brandenburgisches Landesamt fur Denkmalpflege und Archëologisches Landesmuseum", auk þess sem Archëologisches Landesmuseum Brandenburg verður skoðað. 

Í Berlín tekur Dr. Christoph Rauhut, Landeskonservator, við hópnum og kynnir starfsemi sinnar stofnunar "Landesdenkmalamt Berlin". 

Einnig mun hópurinn heimsækja sendiráð Íslands í Berlín og fræðast um menningarstarfsemi þess.