Fara í efni

Málþing í minningu Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara

Miðvikudaginn 25. september fer fram í Þjóðminjasafni Íslands málþing í minningu Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara, en hann hefði orðið 70 ára í ágúst á þessu ári. Málþingið ber heitið "Forn vinnubrögð í tré og járn" og verður sjónum beint að fornum vinnubrögðum líkt og heitið ber með sér auk þess sem sagt verður frá störfum Gunnars og myndum úr ævistarfi hans brugðið upp. 

Málþingið hefst kl. 13.15 með ávarpi dr. Kristínar Huldar Sigurðardóttur, forstöðumanns Minjastofnunar Íslands, og stendur dagskráin fram til kl. 16.

Allir eru velkomnir!

 

Nánar má lesa um dagskrá málþinsins hér.

Að málþinginu standa: vinir og samstarfsmenn Gunnars, Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Samtök iðnaðarins og Byggiðn veittu fjárstyrk til verkefnisins.