Málþingið "Framtíð fyrir fortíðina" 27. nóvember í IÐNÓ

Í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins standa Minjastofnun Íslands og Íslandsdeild ICOMOS fyrir málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið verður í IÐNÓ þann 27. nóvember, kl. 09:00–16:00.
Evrópska húsverndarárið 1975 og Amsterdamyfirlýsingin marka tímamót í sögu húsverndar og baráttu fyrir verndun og uppbyggingu byggingararfsins á Íslandi. Á málþinginu verður sjónum beint að frumkvöðlum í húsvernd á Íslandi, verndun og stuðningi við byggingararfinn, yngri byggingararfi, framtíðarsýn og áskorunum þá og nú.
Meðal fyrirlesara eru Anna María Bogadóttir, arkitekt; Vignir Freyr Helgason, arkitekt hjá Riksantikvaren í Noregi; Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt hjá Skipulagsstofnun; Grethe Pontoppidan, arkitekt frá ICOMOS Danmörku; auk nemenda úr BA-námi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.
Meira um Evrópska húsverndarárið hér.