Fara í efni

Menningararfskeppni unga fólksins

Ísland tekur þátt í Menningararfskeppni unga fólksins 2021. Keppnin hefur verið haldin tvisvar áður og tók Ísland þátt í bæði skiptin, en hún er nú með aðeins breyttu sniði. Keppnin er hluti af samevrópskri menningararfskeppni sem ber heitið Young Heritage Makers Competition og fer fram á sama tíma víða í Evrópu.

Tilgangur keppninnar er að fá börn og ungmenni á aldrinum 6-17 ára til að skoða þann menningararf sem fyrirfinnst í þeirra nærumhverfi, hvort sem hann er áþreifanlegur eða óáþreifanlegur, og svara spurningunni: „Hver er evrópski menningararfurinn minn?“.

Keppt er í hópum og hver hópur þarf að hafa leiðbeinanda (en. mentor) sem leiðir þátttakendur í gegnum ferlið og aðstoðar t.d. við að svara þeim spurningum sem keppnin leggur upp með. Leiðbeinendur geta verið kennarar, starfsmenn í frístundastarfi eða aðrir fagaðilar sem starfa með börnum og ungmennum, s.s. í skipulögðum tómstundum eða safnkennslu. Verkefnunum er skilað inn í gegnum samevrópska síðu keppninnar. 

Keppnin hefst á Íslandi 3. september og síðasti dagur til að skila inn verkefnum er 1. nóvember.

Hér má nálgast allar frekari upplýsingar um keppnina.

Góða skemmtun!