Fara í efni

Menningarminjadagar á tímum kórónaveiru

Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna heimsfaraldurs Covid19 er ljóst að Menningarminjadagar Evrópu verða ekki haldnir með hefðbundnu sniði á Íslandi á árinu 2020. Enginn opinn viðburður verður haldinn í tilefni daganna í ár en þess í stað mun Minjastofnun standa fyrir nokkrum litlum, stafrænum viðburðum/kynningum á menningarminjum vikuna 21. – 28. ágúst.

Hægt er að fylgjast með viðburðunum/kynningunum á Facebook-síðu Menningarminjadaganna og á Facebook-síðu Minjastofnunar .

Aðstandendum menningarminjadaganna hér á landi þykir leitt að dagskrá daganna skuli ekki verða viðameiri í ár, en í ljósi aðstæðna er það ekki talið skynsamlegt að halda opna viðburði. Við hlökkum til að halda öfluga menningarminjadaga á næsta ári, en þá er þema ársins Inclusive Heritage – Heritage for everyone