Fara í efni

NBM auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024

Norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni, NBM, vinnur að því að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt.

NBM leggur höfuðáherslu á líffræðilega fjölbreytni, vistkerfi, náttúruvernd og sömuleiðis útivist, landslag, menningarumhverfi og vistkerfaþjónustu. Einnig að tryggja að líffræðilegri fjölbreytni og vistkerfaþjónustu sé veitt athygli í vinnunni sem snýr bæði að loftslagsaðlögun og loftslagsbreytingum. NBM starfar á grundvelli umhverfis- og loftslagsáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, einkum 5. kafla um líffræðilega fjölbreytni.

Áherslur við úthlutun styrkja árið 2024 eru, auk verkefna sem fjalla um líffræðilega fjölbreytni, tvenns konar verkefni á sviði menningararfs/menningarumhverfis: áhrif skógræktar á menningarlandslag og líffræðilega fjölbreytni og sjálfbær notkun menningarsögulegra bygginga.

Umsóknarfrestur er til 9. júní 2023.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má finna hér