Fara í efni

Netkönnun vegna stefnumótunar

Opnað hefur verið fyrir netkönnun í tengslum við stefnumótun í verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknum. Netkönnunin er liður í greiningarhluta vinnunnar og kemur hún í kjölfarið á fjölda rýnifunda og viðtala sem fram fóru í mars og apríl.

Hvetjum við alla sem hafa áhuga á málefninu til að svara könnuninni. Einnig er öllum frjálst að senda hana áfram á aðra áhugasama aðila. Tilgangur könnunarinnar er að ná til sem flestra og fá þannig ólík sjónarmið inn í vinnuna strax á greiningarstiginu. Könnunin verður opin til og með 10. júní.

Könnunina má nálgast hér.


Eftirfarandi texti fylgir könnuninni:

Ágæti viðtakandi

Undir forystu Minjastofnunar Íslands og með aðstoð ráðgjafa frá fyrirtækinu Stratagem stendur nú yfir vinna við stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknir. Er verkefnið unnið í samræmi við það lögbundna hlutverk Minjastofnunar að vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknir ásamt fagnefndum: fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd (sbr. lög um menningarminjar nr. 80/2012, 8., 9. og 11. gr).

Viðfangsefni tengd verndun fornleifa og byggingararfs teygja anga sína víða og snerta margvíslegar hliðar samfélagsins um land allt: íbúa, gesti, sveitarfélög, skóla, arkitekta, fornleifafræðinga, handverksfólk, ferðaþjónustuaðila, lykilstofnanir sem hafa hlutverki að gegna gagnvart menningararfinum og svo mætti lengi telja. Því er nauðsynlegt – eins og alltaf – að gæta þess að öll sjónarmið komi fram nú þegar unnið er að greiningu á málaflokknum til að hægt sé að móta skynsama og raunhæfa stefnu um verndun fornleifa og byggingararfs og fornleifarannsóknir.

Undirrituðum þætti því vænt um að þú gæfir þér tíma til að svara meðfylgjandi könnun.

Einnig hvetjum við þig til að áframsenda hana á hvern þann sem gæti haft skoðun á viðfangsefninu.

Með bestu kveðju fyrir hönd verkefnisstjórnar um verkefnið,

Þórður Sverrisson, ráðgjafi hjá Stratagem, 8966520, thordur@stratagem.is 

Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, 5701313, asta@minjastofnun.is