Fara í efni

Nýtt kynningarmyndband - lög um menningarminjar

Búið hefur verið til kynningarmyndband um lög um menningarminjar og starfsemi Minjastofnunar. Minjastofnun hefur síðustu misserin lagt áherslu á aukna miðlun um málefni stofnunarinnar og menningarminjar almennt og er myndbandið hluti af þeirri vinnu. 

Myndbandið má sjá hér

Myndbandið hefur einnig verið birt á Instagramreikningi Minjastofnunar .

Kynningarmyndbandið vann Jakob Hermannsson, en Jakob var ráðinn í sumarstarf hjá Minjastofnun í gegnum átak ríkisins um sumarstörf fyrir námsmenn.  Jakob var að ljúka við fyrsta ár í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur hann hjá Minjastofnun að miðlun og hönnun í gegnum vídeó eða teikningar. Jakob hefur unnið að mörgum ólíkum verkefnum í gegnum tíðina, bæði sjálfstætt starfandi og einnig tengt Nemendafélagi Verzlunarskóla Íslands á þeim árum sem hann lærði þar.