Fara í efni

Þrívíddarlíkön af menningarminjum

Í september á síðasta ári tók Minjastofnun þátt í verkefni, styrktu af byggðaáætlun, sem snýr að fornleifaskráningu Hólsstígs á Melrakkasléttu. Tilgangur verkefnisins er að miðla upplýsingum um stíginn og minjar á svæðinu til þeirra er eiga leið þar um. Hólsstígur liggur yfir heiðina milli Raufarhafnar og Kópaskers, nánar tiltekið frá Hóli til Presthóla. Stígurinn þótti gjarnan of langur og erfiður yfirferðar í einum áfanga og býlið Grashóll (1842 – 1942) þjónaði því sem áningarstaður fyrir ferðalanga. Grashóll er uppi á heiðinni, tæpa 5 km frá upphafi Hólsstígs við Hól, en er nú í eyði. Við skráningu á vettvangi voru teknar loftmyndir með flygildi og var ákveðið að vinna þær áfram þegar inn var komið og úr varð þrívíddarlíkan af Grashóli og fornleifum í heimatúninu. 

Hægt er að skoða þrívíddarlíkanið hér. 

Fleiri þrívíddarlíkana er að vænta á Sketchfab síðu Minjastofnunar en hægt er að fylgja síðunni sérstaklega með því að smella á follow takkann við nafn Minjastofnunar á Sketchfab.