Fara í efni

Umsóknarfrestur í fornminjasjóð lengdur

Frestur til að sækja um í fornminjasjóð hefur verið framlengdur um tvær vikur til 24. janúar.

Ljóst er að viðbótarfjármagn það sem veitt var af fjárlögum fyrir árið 2022 í fornminjasjóð er ætlað að efla fornleifarannsóknir, sem nýtist m.a. í björgun strandminja auk annarra minja sem eru í hættu vegna náttúruvár. Bent skal á að um einskiptis fjárhæð er að ræða. Af þessum sökum hefur Minjastofnun Íslands ákveðið að framlengja frest til umsókna í sjóðinn um tvær vikur eða til 24. janúar nk.