Fara í efni

Upplýsingar um menningarminjar í Landupplýsingagátt Landmælinga

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú eru upplýsingar úr Minjavefsjá Minjastofnunar aðgengilegar í Landupplýsingagátt Landmælinga . Gáttin endurspeglar þær upplýsingar sem finna má í Minjavefsjánni á hverjum tíma og eru því nýjustu upplýsingar alltaf aðgengilegar þar. Verið er að vinna að því að setja inn á Minjavefsjána upplýsingar um aldursfriðuð hús á Íslandi og má gera ráð fyrir að húsaþekja Minjavefsjárinnar verði uppfærð að því leyti fyrir lok þessa árs.

Athygli er vakin á því að þær upplýsingar sem birtast á Minjavefsjánni eru ekki tæmandi yfirlit yfir allar fornleifar í landinu, enda hefur einungis lítill hluti þeirra verið skráður. Auk þess má benda á að unnið er jafnt og þétt að því að færa inn upplýsingar um skráðar menningarminjar í Minjavefsjá stofnunarinnar og þar með á Landupplýsingagátt Landmælinga.