Fara í efni

Úthlutun úr fornminjasjóði 2020

Úthlutað hefur verið úr fornminjasjóði fyrir árið 2020. Alls fá 16 verkefni styrk að þessu sinni. Umsóknir voru 60 talsins og teljast 49 þeirra styrkhæfar eða 82 % umsókna. Þrjú verkefni fengu hæstu einkunn, þau voru öll undir 5 milljónum sem er hámarksupphæð úthlutunar og eru því styrkt að fullu. 18 verkefni hlutu næsthæstu einkunn og varð því að velja úr þeim umsóknum samkvæmt forgangsröðun sjóðsins og hlutu 13 þeirra styrk að þessu sinni fyrir allt að 80 % af heildarkostnaði verkefnis en að hámarki 3,5 milljónir kr.

Heiti verkefnis Umsækjandi Styrkur
Uppfærsla, samræming og frágangur á stafrænum uppmælingargögnum hjá Byggðasafni Skagfirðinga 2005-2019. Byggðasafn Skagfirðinga 2.100.000
Árbók Hins íslenzka fornleifafélags Hið íslenzka fornleifafélag 1.300.000
Frágangur og afhending gagna og gripa úr Viðeyjarrannsóknum 1987-1995. Borgarsögusafn Reykjavíkur (Minjasafn Reykjavíkur) 1.680.000
Arfabót á Mýrdalssandi. Miðaldabýli í hnotskurn Fornleifafræðistofan 3.500.000
Arnarfjörður á miðöldum. Náttúrustofa Vestfjarða fornleifadeild 3.500.000
Frágangur og afhending gagnasafna. Formleg afhending forngripa úr Skálholtsrannsóknum til Þjóðminjasafns Íslands. Annar hluti. Háskóli Íslands 3.000.000
Öskuhaugarnir á "Bergsstöðum" í Þjórsárdal Fornleifastofnun Íslands ses. 2.300.000
Björgum Magna Hollvinasamtök Magna 1.200.000
Stöð í Stöðvarfirði Fornleifafræðistofan 3.500.000
Frágangur og formleg afhending forngripa úr fornleifarannsóknum. Fornleifastofnun Íslands ses. 930.000
Bessastaðarannsóknin 1989-1996. Úrvinnsla og skýrslugerð Guðmundur Ólafsson 2.700.000
Rannsókn á fornum rústum í Ólafsdal Fornleifastofnun Íslands ses. 3.500.000
Í Brekkum (áður Hofstaðagarðshorn) Háskóli Íslands 3.500.000
Úrvinnsla og útgáfa rannsókna á svonefndum Þorleifshaugi á Þingvöllum við Öxará Fornleifastofnun Íslands ses 2.850.000
Landnámsminjar í Sandvík. Björgunarrannsókn Fornleifastofnun Íslands ses. 2.800.000
Fornar rætur Árbæjar. Fornleifarannsókn Borgarsögusafn Reykjavíkur (Minjasafn Reykjavíkur) 3.000.000
Samtals: 41.360.000