Fara í efni

Úthlutun viðbótarframlags í húsafriðunarsjóð

Þáttur í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti vegna Covid-faraldursins var að veita 100 milljón króna viðbótarframlag í húsafriðunarsjóð, sem nýta skyldi til að veita styrki í atvinnuskapandi verkefni á svæðum sem verða fyrir hvað mestum efnahagslegum þrenginum vegna faraldursins. Mennta- og menningarráðuneytið fól Minjastofnun Íslands að ákveða verklag við úthlutun 60 milljón króna af þeirri upphæð í samráði við húsafriðunarnefnd, en 40 milljónir runnu til Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands.

Í ljósi aðstæðna þótti ekki raunhæft að opna fyrir umsóknir um ný verkefni, heldur var ákveðið að líta til þeirra verkefna sem sótt var um styrki til á síðasta umsóknartímabili og mat hefur verið lagt á. Þeim verkefnum var gefin einkunn með tilliti til eftirtalinna matsþátta: efling atvinnulífs, samfélagslegt mikilvægi, gildi frá sjónarhóli minjavörslu og fagleg gæði verkáætlunar. Litið var sérstaklega til verkefna sem ráðast má í strax og ljúka á þessu sumri.

Minjastofnun hefur ákveðið í samráði við húsafriðunarnefnd að veita styrki til 36 verkefna. Flestir styrkirnir eru hækkun á áður veittum styrk, en fjórir styrkjanna eru til verkefna sem ekki var unnt að styrkja í fyrri úthlutun úr sjóðnum, en voru engu að síður talin mjög verðug verkefni.

Upphæðir eru í þús. króna. Allir styrkþegar hafa fengið tölvupóst þar sem fram kemur til hvaða verkþáttar styrkurinn er veittur.

Heiti Heimilisfang Sveitarfélag Styrkur
Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands 40.000
Hljómskálinn Sóleyjargata 2 Reykjavík 4.000
Kirkjuvogskirkja Kirkjuvogur 6 Reykjanesbær 400
Veghús Suðurgata 9 Reykjanesbær 1.000
Kirkjuhvoll Vatnsleysuströnd Sveitarfélagið Vogar 4.100
Hlaðan Skjaldbreið Kálfatjörn Sveitarfélagið Vogar 3.100
Hlíðartúnshús Borgarbraut 52 a Borgarbyggð 300
Leikfimihús Hvanneyri Borgarbyggð 1.500
Pakkhús Brákarbraut 15 Borgarbyggð 800
Norska húsið Hafnargata 5 Stykkishólmsbær 500
Aðalstræti 16 Aðalstræti 16 Bolungarvíkurkaupstaður 500
Svarta pakkhúsið Flateyri Hafnarstræti Ísafjarðarbær 800
Hrafnseyrarkirkja Hrafnseyri Ísafjarðarbær 270
Ranakofinn Svefneyjar, Breiðafirði Reykhólahreppur 1.000
Eyrarkirkja Eyri við Seyðisfjörð Súðavíkurhreppur 1.000
Síldarverksmiðjan Djúpavík Árneshreppur 1.000
Kaldrananeskirkja Kaldrananesi Kaldrananeshreppur 1.500
Holtastaðakirkja Holtastaðir Blönduósbær 1.800
Sveinsstaðaskóli Sveinsstaðir Húnavatnshreppur 3.000
Zontahúsið Aðalstræti 54 Akureyrarbær 2.500
Pálshús Strandgata 4 Fjallabyggð 1.500
Grundarkirkja Eyjafirði Eyjafjarðarsveit 2.500
Bárðarbás Höfði Skútustaðahreppur 1.200
Halldórshús - Gamla kaupfélagið, Bakkafirði Hafnartangi 2 Langanesbyggð 2.500
Gamla Skipasmíðastöðin Hafnargata 31 Seyðisfjarðarkaupstaður 2.900
Gamla Lúðvíkshúsið Þiljuvellir 13 Fjarðabyggð 2.000
Lindarbakki Breiðdalur Fjarðabyggð 2.000
Bakkaeyri Bakkaveg Borgarfjörður eystri 3.000
Gamla kirkjan á Djúpavogi Steinar 1a Djúpavogshreppur 1.500
Eyrarbakkakirkja Búðarstígur 2 Árborg 2.000
Halldórsbúð Víkurbraut 21 Mýrdalshreppur 3.600
Múlakotsskóli á Síðu Múlakot á Síðu Skaftárhreppur 1.000
Hnausar Meðallandi Skaftárhreppur 1.000
Hólmur Hólmur Skaftárhreppur 1.000
Gamli bærinn í Múlakoti Múlakot Rangárþing eystra 1.000
Krosskirkja Rangárþing eystra 1.230
Fífilbrekka Reykir í Ölfusi Ölfus 1.000