Fara í efni

Yfirlit yfir fornleifarannsóknir 2024

Komið er út yfirlit yfir fornleifarannsóknir árið 2024 sem höfðu jarðrask í för með sér. Yfirlitið er unnið upp úr eyðublaðinu „lok vettvangsrannsókna“ sem stjórnendur rannsókna skila inn til Minjastofnunar að lokinni vettvangsvinnu hvers árs.

Opna skjal


Árið 2024 voru veitt leyfi til 50 fornleifarannsókna. Vísindarannsóknir voru 19, rannsóknir vegna framkvæmda voru 26, björgunarrannsóknir voru 1 og 4 leyfi voru vegna eftirlits með framkvæmdum.

Frekari upplýsingar um fornleifarannsóknir má finna hér.