Fjárúthlutun ríkisins til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum
25.06.2015
Minjastofnun Íslands fékk úthlutað rúmlega 100 milljónum til brýnnar uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón ríkisins. Verður þeim fjármunum varið í verkefni á 17 minjastöðum um land allt og fer Minjastofnun með framkvæmd og fjármál verkefnanna.