100 ára afmæli rafstöðva í Skaftafelli
Í Skaftafelli í Öræfum voru tvær rafstöðvar teknar í notkun árið 1925, ein fyrir Bölta og önnur fyrir Hæðir. Það var mikil breyting að fá rafmagn til ljósa og losna við ósandi olíulampana, auk þess sem rafmagnið gerði fólki kleift að koma upp útiljósum. Engin miðlæg rafveita var í boði á þessum tíma svo bændur þurftu sjálfir að láta byggja sínar rafstöðvar.
Afmælishátíðin hefst við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli. Þaðan verður farið í skoðunarferð í rafstöðina sem þjónaði Bölta og Seli, hún var gerð upp árið 2022. Þar verða flutt erindi og tónlist. Farið verður að Hæðum til að skoða hvar rafstöðin þar stóð og hlustað á erindi sem tengjast henni. Að lokum verður haldið aftur að gestastofunni og skoðuð sýningin Frá heimili til heimsminja, þungamiðja sýningarinnar eru ljósmyndir Laufeyjar Lárusdóttur í Hæðum.

Gestir eru hvattir til að klæðast eftir veðri því dagskráin verður að stórum hluta utandyra, best er að vera í léttum gönguskóm. Athugið að greiða þarf þjónustugjald fyrir bílastæði í þjóðgarðinum, en að öðru leyti er viðburðurinn ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Til að auðvelda skipulagið er óskað eftir skráningu á viðburðinn á netfangið: sigrun.sigurgeirsdottir@nattura.is