Viðburðir
Senda inn viðburð
Liðnir viðburðir

17. september kl. 15:00-17:00
Húsverndarstofa veitir ráðgjöf um viðhald og viðgerðir húsa. Sérfræðingar í viðhaldi á eldri húsum veita ráðgjöf á Árbæjarsafni alla miðvikudaga kl. 15:00-17:00.
Kjöthús, Árbæjarsafni

17. september kl. 17:30-19:00
Ganga um Fossvogskirkjugarð miðvikudaginn 17. september. Fjallað verður um þróun grunnskipulags og gróður í kirkjugörðum frá árinu 1930 til dagsins í dag. Gangan hefst framan við Fossvogskirkju og er ókeypis.
Fossvogsgarður

20. september kl. 14:00-15:30
Söguganga í Skálholti með Skúla Sæland, sagnfræðingi, laugardaginn 20. september kl. 14:00.

21. september kl. 13:00-16:00
Fátt jafnast á við litadýrðina í þjóðgarðinum á Þingvöllum er haustið ber að garði. Af því tilefni verður efnt til sérstakrar haustlitagöngu inn í Þingvallahraun sunnudaginn 21. september 2025 klukkan 13:00.
Vallakrókur - Þingvöllum

28. september kl. 14:00-15:30
Málþing á Skriðuklaustri í tilefni Menningarminjadaga Evrópu og 50 ára frá Evrópska húsverndarárinu 1975. Fjallað verður um Gunnarhús sem var byggt árið 1939 og friðlýst að ytra byrði árið 2008.
Skriðuklaustur