Fara í efni

Baráttan fyrir húsvernd á Seyðisfirði

Arfur Akureyrarbæjar stendur fyrir opnum fræðslufundi mánudaginn 12. maí kl. 16:30 í suður sal Rauða Krossins að Viðjulundi 2. Þar mun Þóra Bergný Guðmundsdóttir, arkitekt og baráttukona fyrir betri byggð, segja frá hvernig baráttunni fyrir verndun eldri húsanna á Seyðisfirði gekk fyrir sig og hvar sú barátta er stödd í dag.
 

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Viðburðurinn á Facebook

Þessi viðburður er hluti af Menningarminjadögum Evrópu og er hann haldinn í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska húsverndarársins.