Gömul hús á Ísafirði: arfleifð og áskoranir
Safnahúsið á Ísafirði er 100 ára á þessu ári og hefur verið haldið upp á þau tímamót með ýmsum hætti á árinu. Nú, þegar líður að lokum afmælisársins, efnir safnið til málþings þar sem viðfangsefnið er ísfirsk byggingararfleið og áskoranir sem fylgja því að vernda og viðhalda slíkri arfleifð. Verður það haldið laugardaginn 15. nóvember á 2. hæð Safnahússins og hefst kl. 13.30. Ókeypis inn og öll velkomin!
Dagskrá
13:30 Pétur H. Ármannsson: Sjúkrahússbyggingar Guðjóns Samúelssonar
14:00 Andrea Harðardóttir: Ísafjörður - andblær áranna í kringum 1925
14:30 Kaffihlé
14:40 Theresa Himmer: Tímalög
15:00 Elísabet Gunnarsdóttir: Umgjörðin um lífið sjálft
15:20 Halla Mia Ólafsdóttir: Það sem ég vildi að ég vissi - sögur af endurbótum á Messíönuhúsi og Hrannargötu 6 á Ísafirði
15:35 Haukur Sigurðsson: Fjársjóðurinn á Bökkunum
Fundarstjóri Sigríður Kristjánsdóttir.
Sjá einnig á heimasíðu Safnahússins⇒ Gömul hús – Arfleið og áskoranir
Viðburðurinn er hluti af dagskrá Evrópska húsaverndarársins 2025 og menningarminjadaga Evrópu.