Fara í efni

Húsvernd í fortíð og framtíð

Í tilefni Evrópska húsaverndarársins 2025 og menningarminjadaga Evrópu efnir Minjastofnun Íslands og Minjaráð Austurlands til málsþings, laugardaginn 27. september næstkomandi kl. 13:00 - 15:00, í félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði. Ókeypis er á málþingið.

Dagskrá

  • Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri húsverndarsviðs hjá Minjastofnun Íslands fjallar um sögu húsverndar.
  • Fulltrúi Vopnafjarðarhrepps segir frá nýsamþykktu Verndarsvæði í byggð á Vopnafirði.
  • Jónína Brynjólfsdóttir, safnstjóri Tækniminjasafnsins, segir frá áformum um endurbyggingu Angró á Seyðisfirði.

Öll velkomin í Miklagarð en einnig verður hægt að fylgjast með í streymi á Youtube-rás Minjastofnunar Íslands.