Fara í efni

Síðdegispopp stafrænna hugvísinda

 
 

Arnoud Wils, Maastricht University, heldur þriðja erindið í nýrri fyrirlestraröð Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) sem er kölluð Síðdegispopp stafrænna hugvísinda og mun fara fram á þriðjudögum í vetur kl. 16:30. Fyrirlesturinn nefnist From Static Pages to Interactive Stories: Using AI to bring Art Research to Life og verður haldinn í stofu 209 í Eddu, þriðjudaginn 7. október kl. 16:30-17:30. Verið öll velkomin.

Lýsing

Large Language Models have the potential to transform scanned art catalogues into structured digital resources. This presentation uses the Corpus Rubenianum (a series of over 40 volumes on Rubens) as a case study to showcase how AI can extract bibliographic references, artwork provenance data and iconographic details from unstructured, unattractive PDFs. This data can then be transformed into compelling visualisations to foster art historical research and public engagement.

Í fyrirlestraröð MSHL munu sérfræðingar úr ýmsum greinum stafrænna hugvísinda og lista kynna rannsóknir sínar í stuttum og aðgengilegum fyrirlestrum. Boðið verður upp á ókeypis popp og nóg af hugmyndum til að deila!

Þau sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með fyrirlestrunum í streymi á YouTube-rás MSHL.

Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá fyrirlestraraðarinnar.