Síðdegispopp stafrænna hugvísinda
Hvenær: 14. október 2025 16:30 til 17:30
Hvar: Edda, stofa 209
Pétur Húni Björnsson, Háskólanum í Kaupmannahöfn, heldur þriðja erindið í nýrri fyrirlestraröð Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL) sem er kölluð Síðdegispopp stafrænna hugvísinda og mun fara fram á þriðjudögum í vetur kl. 16:30. Fyrirlesturinn nefnist Miðlun mynda með IIIF og verður haldinn í stofu 209 í Eddu, þriðjudaginn 14. október kl. 16:30-17:30. Verið öll velkomin.
Lýsing:
Pétur mun fjalla um IIIF staðalinn og sýna dæmi um hvernig hann hefur nýtt hann til miðlunar mikils magns mynda í verkefnum mínum. Innleiðing staðalsins krefst ýmissa verkfæra til þess að tilreiða myndir, miðla þeim og birta. Það reyndist fremur snúið að koma öllu heim og saman og krafðist mikillar yfirlegu, en eftir að yfir þann upphafshjalla var komið hefur sýnt sig að það var ferðarinnar virði.
Í fyrirlestraröð MSHL munu sérfræðingar úr ýmsum greinum stafrænna hugvísinda og lista kynna rannsóknir sínar í stuttum og aðgengilegum fyrirlestrum. Boðið verður upp á ókeypis popp og nóg af hugmyndum til að deila!
Þau sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með fyrirlestrunum í streymi á YouTube-rás MSHL.
Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá fyrirlestraraðarinnar.