Fara í efni

Tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal

Dagana 8 - 12. september næstkomandi verður haldið tjörgunarnámskeið á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði. Hópur norskra handverksmanna er á leið til landsins til að leiðbeina og taka þátt í námskeiðinu, en viðfangsefni námskeiðsins verður að tjarga Auðunarstofu á Hólum. Kennari á námskeiðinu er Tor Meusburger, sem hefur tjargað allnokkrar stafkirkjur í Noregi.
 
Námskeiðið verður að mestu verklegt, en einnig verða kynningar á nauðsynlegum verkþáttum. Farið verður yfir verkferla tjörgunar timburhúsa, undirbúning, útbúnað og umbúnað við tjörgun, aðferðir og öryggisatriði.
 
Námskeiðið er samstarfsverkefni Vígslubiskupsembættisins á Hólum í Hjaltadal, Norsk håndverksinstitutt (The Norwegian Crafts Institute), Fortidsminneforeninger (The National Trust of Norway), Martinussen Tradition and Competence AS og Fornverkaskólans.
 
Í samhengi við námskeiðið verður haldið opið málþing þann 10. september, kl. 18:00 - 20:00. Á málþinginu verður rætt um handverk, tjörgun, óáþreifanlegan menningararf og ýmislegt fleira. Málþingið verður öllum opið og við hvetjum öll áhugasöm að koma og vera með. Nánari dagskrá málþingsins verður auglýst síðar.
 

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á heimasíðu Byggðasafns Skagfirðinga: https://www.glaumbaer.is/is/fornverkaskolinn/namskeid