Fara í efni

Altjón á Miðgarðakirkju í Grímsey

Að kvöldi þriðjudagsins 21. september varð altjón þegar Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna. Kirkjan var reist árið 1867 og var friðlýst.

„Það er náttúrulega alltaf hræðilega sorglegt þegar gamlar timburkirkjur brenna. Þetta er altjón og ekkert eftir af kirkjunni þannig að það er mikill missir bæði fyrir minjar á landinu og svo auðvitað íbúa Grímseyjar,“ sagði Sædís Gunnarsdóttir, minjavörður Norðurlands eystra, í viðtali við RÚV að morgni 22. september. 

Ritað var um Miðgarðakirkju í 9. bindi ritraðarinnar Kirkjur Íslands. Hér má nálgast þau skrif.