Fara í efni

Jóladagatal Minjastofnunar Íslands 2025

Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með öðru sniði en undanfarin ár. Í hverri viku í desember munum við deila fróðleik tengdum byggingararfi og húsvernd í tilefni af 50 ára afmæli Evrópska Húsverndarársins og stofnunar Húsafriðunarsjóðs. Í tilefni af þessum tímamótum hefur Minjastofnun Íslands lagt aukna áherslu á miðlun og viðburði í tengslum við byggingararfinn, nú síðast með málþinginu „Framtíð fyrir fortíðina“ sem haldið var í samstarfi við Íslandsdeild Icomos í nóvember síðastliðnum. Á málþinginu var sjónum beint að byggingararfi í fortíð, nútíð og framtíð. Jóladagatal Minjastofnunar mun endurspegla þau erindi og umræður sem þar fóru fram og verður sjónum því beint að yngri byggingararfi, sem fellur utan laga um menningarminjar.

Þess má geta að allar þær byggingar og mannvirki sem fjallað verður um í desember hefur Henný Hafsteinsdóttir minjavörður Reykjavíkur fjallað um í þættinum Víðsjá á RÚV í haust. Hlekk á viðtal má finna í lok hverrar umfjöllunar.

Skoða má dagatalið hér