Fara í efni

Litaspjald sögunnar

Eitt þeirra verkefna sem hlutu styrk úr húsafriðunarsjóði í ár er gerð leiðbeiningabæklings um litaval á hús sem hæfir aldri þeirra og gerð. Bæklingurinn er samstarfsverkefni framtakssamra einstaklinga sem fengu Minjastofnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur og Húsverndarstofu í lið með sér við vinnslu hans. Stefnt er að útgáfu bæklingsins í byrjun sumars en hér má sjá brot af þeim húsum sem fjallað verður um í honum.

Litaspjaldið má nálgast hér .

Bæklingurinn mun verða aðgengilegur hér þegar hann er fullgerður.