Fara í efni

Nýtt form vegna umsókna um styrki úr húsafriðunarsjóði

Tekið hefur verið í notkun nýtt form til að sækja um styrk úr húsafriðunarsjóði. Nú er sótt um í þjónustugátt hins opinbera, Ísland.is. Einnig er unnið að því að gáttin verði notuð til annarra samskipta við umsækjendur og styrkhafa. Vonandi verður unnt að taka upp slíkt fyrirkomulag sem fyrst.

Markmiðið með þessu nýja lagi við skil á umsóknum er að einfalda umsóknarformið og koma í veg fyrir tækniörðugleika sem eldra umsóknareyðublað gat haft í för með sér.

Umsóknarform til að sækja um styrk úr húsafriðunarsjóði má finna hér.

Gert er ráð fyrir að öllum umsóknum verði eftirleiðis skilað á þessu nýja formi, en þær umsóknir sem þegar hafa borist verða að sjálfsögðu teknar gildar og einnig geta umsækjendur sem eru byrjaðir að fylla út umsóknir með gamla laginu skilað þeim þannig.