Fara í efni

Menningarminjadagar Evrópu 2021

Menningarminjadagar Evrópu (European Heritage Days) 2021 hefjast í dag, mánudaginn 30. ágúst, og standa til og með næstkomandi sunnudegi, 5. september. Þema ársins er „Heritage – All Inclusive“ – eða „Allir með!“. Nánar má lesa um þemað hér en einnig má finna ítarlegan bækling um það hér .

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbaísjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs.

Markmið menningarminjadaga Evrópu eru:

· Vitundarvakning á meðal íbúa um þá auðlegð og þann menningarlega fjölbreytileika sem fyrirfinnst í Evrópu

· Skapa andrúmsloft þar sem hvatt er til aukins skilnings á hinum mikla menningarlega fjölbreytileika sem Evrópa býr yfir

· Vinna gegn rasisma og útlendingahatri og ýta undir umburðarlyndi - þvert á landamæri

· Fræða almenning og stjórnvöld um mikilvægi þess að vernda menningararfinn gegn nýjum hættum

· Óska eftir því að Evrópa bregðist við þeim félagslegu, pólitísku og efnahagslegu breytingum sem hún stendur frammi fyrir

 

Minjastofnun Íslands heldur utan um menningarminjadagana á Íslandi og er hægt að skrá viðburði á dagskrána eða óska eftir frekari upplýsingum með því að hafa samband á póstfang asta@minjastofnun.is. Enn er opið fyrir skráningu viðburða á dagskrána.

Hér má sjá upplýsingar um menningarminjadagana á heimasíðu Minjastofnunar.

Allir viðburðir eru skráðir inn á samevrópska síðu menningarminjadaganna og má nálgast skráða viðburði á Íslandi hér .

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði og allir eru hjartanlega velkomnir!

 

Dagskrá:

30. ágúst - 3. september

Útgáfa á starfrænu efni um menningarminjar - Minjastsofnun Íslands

Fylgist með á Facebook-síðu Minjastofnunar , Instagram-síðu Minjastofnunar @minjastofnunislands, Instagram-síðu menningarminjadaganna á Íslandi @menningarminjadagarevropu, Youtube-rás Minjastofnunar  og heimasíðu stofnunarinnar.

 

30. ágúst - 5. september - Kötlusetur, Vík í Mýrdal

Opið hús í sjóminjasafninu Hafnleysu (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Fimmtudagur 2. september kl. 17 – Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Reykir í Hrútafirði

Rekaviður, bátar og búsgögn (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Föstudagur 3. september kl. 14 - Fjörður í Seyðisfirði

Fornleifarannsókn í Firði og leiðsögn fornleifafræðinga (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Föstudagur 3. september kl. 16 - Sandvík, í landi Bæjar, Drangsnesi

Fornleifarannsóknin í Sandvík - leiðsögn um svæðið og spjall umlandnám og auðlindanýtingu á Ströndum (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Föstudagur 3. september - Minjastofnun Íslands

Menningararfskeppni unga fólksins hleypt af stokkunum (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Laugardagur 4. september kl. 14 – Skriðuklaustur, Fljótsdal

Leiðsögn um klausturminjar (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Laugardagur 4. september kl. 15 – Skógasafn undir Eyjafjöllum

Leiðsögn um nýja sýningu um landpóstaembættið á Íslandi frá 1782 –1930 (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Sunnudagur 5. september kl. 14 - Árbæjarsafn, Reykjavík

Saga og litir húsanna í Árbæjarsafni - (smellið fyrir nánari upplýsingar)

 

Sunnudagur 5. september kl. 15-18 - Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti

Línuveiði í upphafi vélaaldar (smellið fyrir nánari upplýsingar)