Fara í efni

Jóladagatal Minjastofnunar Íslands

Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.
09.12.2024
Fréttir Jóladagatal 2024

Rúnar Leifsson forstöðumaður er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF

Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF (European Heritage Heads Forum) sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.
06.12.2024
Fréttir
Ljósmyndari: Sverrir Páll Snorrason.

Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hljóta Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024

Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hlutu Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024 á ársfundi stofnunarinnar í síðustu viku. Viðurkenninguna hljóta Snorri og Kristjana fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar á Íslandi sem speglast í áratugastarfi þeirra á sviði málunar á friðlýstum og friðuðum kirkjum og húsum.
03.12.2024
Fréttir

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2024 - Að uppgrefti loknum: Miðlun og nýting minjastaða

Ársfundur Minjastofnunar Íslands Að uppgrefti loknum: miðlun og nýting minjastaða verður haldinn í lestrarsalnum í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 í Reykjavík fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00.
22.11.2024
Fréttir
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt Pétri Ármannssyni arkitekt og sviðstjóra hjá Minjastofnun Íslands (vinstri) og Birgi Ármannssyni forseta Alþingis (hægri).

Alþingisgarðurinn friðlýstur

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, undirritaði friðlýsingu Alþingisgarðsins þann 18. nóvember síðastliðinn. Alþingisgarðurinn við Kirkjustræti 14 í Reykjavík er elsti og best varðveitti almenningsgarður við opinbera byggingu á Íslandi. Hann markar tímamót í íslenskri garðsögu þar sem hann er fyrsti garðurinn sem var hannaður áður en framkvæmdir við hann hófust.
19.11.2024
Fréttir
Uppgröftur á Stöng í Þjórsárdal, 2023

Fornminjasjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fornminjasjóð fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2025.
15.11.2024
Fréttir

Dr. Rúnar Leifsson skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands

Dr. Rúnar Leifsson var skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands á dögunum. Hann var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis - orku- og loftlagsráðherra næstu fimm árin. 
12.11.2024
Fréttir
Fundargestir. Frá vinstri: Karl Kvaran arkitekt hjá SP(R)INT STUDIO, Renaud Durville menningarfulltrúi Franska sendiráðsins, Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Þór Hjaltalín sviðstjóri Minjavarða, Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri Rannsóknar- og miðlunarsviðs og Gísli Óskarsson sviðstjóri lögfræðisviðs.

Franski sendiherrann í heimsókn á Minjastofnun Íslands

Á fundinum var rætt um starfsemi stofnunarinnar, menningarminjar á Íslandi, rekstur og viðhald minjastaða, fjármögnun fornleifarannsókna á Íslandi og í Frakklandi.
01.11.2024
Fréttir
Starfsfólk Minjastofnunar og fylgifiskar við Krzemionki safnið. © Daníel Máni Jónsson.

Kynningarferð starfsfólks Minjastofnunar Íslands í Varsjá

Minjavarslan í Póllandi tók vel á móti starfsfólki Minjastofnunar Íslands í Varsjá í síðustu viku með þéttri dagskrá dagana 9. - 13. október. Starfsfólk fékk kynningu á starfsemi minjavörslunar í Póllandi, Narodowy Instytut Dziedzictwa (NID), þar sem sérfræðingar stofnunarinnar sögðu frá helstu verkefnum og áskorunum.
22.10.2024
Fréttir
Ingimundarhús, byggt 1882 – Oddagötu 1, Seyðisfirði

Húsafriðunarsjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024 og stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2025.
17.10.2024
Fréttir
  • Kortavefsjá - menningarminjar

    Minjavefsjá
    - menningarminjar

    Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi.

    Smellið á Íslandskortið til að fara beint inn á Minjavefsjánna.

    Athugið að í Minjavefsjánni er ekki tæmandi listi yfir friðaðar og friðlýstar minjar.

    Nánar um Minjavefsjá

  • Fornleifar og byggingararfur - Áhugavert efni

    Áhugavert efni

    Á þessari síðu má finna áhugavert efni af ýmsum toga um menningarminjar sem Minjastofnun Íslands hefur staðið fyrir, svo sem myndbönd, jóladagatal, minjar mánaðarins og annað útgefið efni.

    Skoða efni

  • Minjar í hættu

    Minjar í hættu

    Fornleifar og byggingararfur geta verið í hættu af ýmsum orsökum. Helstu áhrifaþættir í dag eru náttúruvá og framkvæmdir. Landbrot, aurskriður og uppblástur geta valdið óafturkræfum skemmdum á fornleifum og byggingararfi og er mikilvægt að reynt sé að bregðast við yfirvofandi hættu.

    Tilkynna minjar í hættu