Fara í efni

Samstarfsverkefni

Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.

Menningarminjadagar Evrópu // European Heritage Days

Menningarminjadagar Evrópu eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. 

Markmið menningarminjadaga Evrópu:

  • Vitundarvakning á meðal íbúa um þá auðlegð og þann menningarlega fjölbreytileika sem fyrirfinnst í Evrópu
  • Skapa andrúmsloft þar sem hvatt er til aukins skilnings á hinum mikla menningarlega fjölbreytileika sem Evrópa býr yfir
  • Vinna gegn rasisma og útlendingahatri og ýta undir umburðarlyndi - þvert á landamæri
  • Fræða almenning og stjórnvöld um mikilvægi þess að vernda menningararfinn gegn nýjum hættum
  • Óska eftir því að Evrópa bregðist við þeim félagslegu, pólitísku og efnahagslegu breytingum sem hún stendur frammi fyrir

Þema ársins 2024 er Routes, Networks & Connections. Bæklingur um þemað er að finna á heimasíðu European Heritage Days ⇒ Heritage of Routes Networks and Connections - European Heritage Days 2024

Tengiliður verkefnisins hjá Minjastofnun Íslands (National Coordinator) er Sólrún Inga Traustadóttir, verkefnastjóri. Nánari upplýsinga er að vænta hér á síðunni fljótlega. 

Menningarminjadagar Evrópu 2021

Menningarminjadagarnir verða haldnir hátíðlegir á Íslandi vikuna 30. ágúst - 5. september.

Nánar má lesa um þema ársins, "Allir með!" eða "Heritage - All Inclusive!" hér og hér má nálgast bækling um þemað og hugmyndir að viðburðum ásamt öðru.

Minjastofnun hvetur áhugasama aðila til að kynna sér efnið og kanna möguleikann á því að taka þátt í menningarminjadögunum 2021 með því að vera með viðburð/viðburði í tengslum við þemað vikuna 30. ágúst – 5. september. Viðburðir þurfa að vera öllum opnir og aðgangur ókeypis. Viðburðir mega vera hvort heldur sem er staðbundnir eða stafrænir.

Markmið menningarminjadaganna eru:

· Vitundarvakning á meðal íbúa Evrópu um þá auðlegð og þann menningarlega fjölbreytileika sem fyrirfinnst í Evrópu

· Skapa andrúmsloft þar sem hvatt er til aukins skilnings á hinum mikla menningarlega fjölbreytileika sem Evrópa býr yfir

· Vinna gegn rasisma og útlendingahatri og ýta undir umburðarlyndi í Evrópu - þvert á landamæri

· Fræða almenning og stjórnvöld um mikilvægi þess að vernda menningararfinn gegn nýjum hættum

· Bjóða Evrópu upp á að bregðast við þeim félagslegu, pólitísku og efnahagslegu breytingum sem hún stendur frammi fyrir.

Minjastofnun Íslands heldur utan um menningarminjadagana á Íslandi og er hægt að skrá viðburði á dagskrána eða óska eftir frekari upplýsingum með því að hafa samband á póstfang asta@minjastofnun.is.

Allir viðburðir eru skráðir inn á samevrópska síðu menningarminjadaganna og eru upplýsingar um þá aðgengilegir þar.

 

Dagskrá:

30. ágúst - 3. september

Útgáfa á starfrænu efni um menningarminjar - Minjastofnun Íslands

30. ágúst - 5. september - Kötlusetur, Vík í Mýrdal

Opið hús í sjóminjasafninu Hafnleysu

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Opid-hus-i-sjominjasafninu-Hafnleysu

2. september kl. 17 - Reykir í Hrútafirði

Rekaviður, bátar og búsgögn

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Rekavidur-batar-og-busgogn

3. september kl. 14 - Fjörður í Seyðisfirði

Fornleifarannsókn í Firði og leiðsögn fornleifafræðinga

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Fornleifarannsokn-i-Firdi-og-leidsogn-fornleifafraedinga

3. september kl. 16 - Sandvík, í landi Bæjar, Drangsnesi

Fornleifarannsóknin í Sandvík - leiðsögn um svæðið og spjall um landnám og auðlindanýtingu á Ströndum

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Fornleifarannsoknin-i-Sandvik-leidsogn-um-svaedid-og-spjall-um-landnam-og-audlindanytingu-a-Strondum-The-archaeological-research-in-Sandvik-Guided-tour-at-the-archaeological-site-and-a-chat-about-settlement-patterns-and-marine-resources-in-Strandir

3. september

Menningararfskeppni unga fólksins hleypt af stokkunum

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Menningarminjakeppni-barnanna-hleypt-af-stokkunum-stafraenn-vidburdur

4. september kl. 14 - Skriðuklaustur

Leiðsögn um klausturminjar

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Leidsogn-um-klausturminja

4. september kl. 15 - Skógasafn

Leiðsögn um nýja sýningu um landpóstaembættið á Íslandi frá 1782 – 1930

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Leidsogn-um-nyja-syningu-um-landpostaembaettid-a-Islandi-fra-1782-1930

5. september kl. 14 - Árbæjarsafn

Saga og litir húsanna í Árbæjarsafni

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Saga-og-litir-husanna-i-Arbaejarsafni

5. september kl. 15-18 - Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti

Línuveiði í upphafi vélaaldar

Sjá nánar hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/Linuveidi-i-upphafi-velaldar-Long-line-fishing-before-the-motorage

Menningarminjadagar Evrópu 2020

Þema menningarminjadaganna árið 2020 er "Menningararfur og fræðsla" (en. Heritage and Education).

Menningarminjadagarnir verða með óhefðbundnu sniði þetta árið vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar, en engir opnir viðburðir verða haldnir. Minjastofnun mun þess í stað standa fyrir nokkrum litlum, stafrænum kynningum/viðburðum vikuna 21.-28. ágúst. Hægt er að fylgjast með þeim á Facebook-síðu Minjastofnunar og Facebook-síðu Menningarminjadaganna á Íslandi .

Hér má finna kynningarefni fyrir menningarminjadagana:

European Heritage Days 2020 - Heritage and Education: 101 Event Ideas .

Menningarminjadagar Evrópu 2019

Þema menningarminjadaganna árið 2019 er "Listir og leikir" (en. Arts and entertainment).

Menningarminjadagarnir verða haldnir hér á landi helgina 30. ágúst - 1. september.

Hér má finna kynningarefni fyrir Menningarminjadagana:

European Heritage Days 2019 - Arts and Entertainment: 101 Event Ideas

European Heritage Days 2019 - Arts and Entertainment: A to Z

Um Menningarminjadagana 2019 (á ensku og frönsku)

Lista yfir viðburði 2019 má finna hér: https://www.europeanheritagedays.com/Event/

Viðburðir á Íslandi eru eftirfarandi:

Fræðsluganga í Skaftafelli – Vatnajökulsþjóðgarður. Miðvikudaginn 28. ágúst kl.13. Gengið verður upp að Seli þar sem fram fer dagskrá sem byggist fyrst og fremst á upplestri og söng. Viðburðurinn á Facebook síðu Vatnajökulsþjóðgarðs: https://www.facebook.com/events/416502595641134/

Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum – Hurstwick og Eiríksstaðir. Föstudaginn 30. ágúst – sunnudagsins 1. ágúst. Hátíð helguð járngerð, tilraunafornleifafræði og öðrum spennandi hlutum. Viðburðurinn á Facebook síðum Eiríksstaða og Hurstwick: https://www.facebook.com/events/594329801063394/

Opinn dagur á Tyrfingsstöðum í Skagafirði – Byggðasafn Skagfirðinga/Fornverkaskólinn. Laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Gestum gefst tækifæri á að kynna sér Tyrfingsstaði og þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað þar á síðustu árum. Viðburðurinn á Facebook síðu Byggðasafns Skagfirðinga: https://www.facebook.com/events/591046991423341/

Fræðsluganga um Kollsvík – Byggðasafnið á Hnjóti og Valdimar Össurarson. Laugardaginn 31. ágúst kl. 14. Gengið verður um Kollsvík og þar m.a. skoðuð Kollsvíkurver, Láganúpsver og hesthúsið á Hólum, sem talið er elsta hús landsins til atvinnunota.

"Prýðileg reiðtygi" og "Söðuláklæðin gömlu" - fyrirlestrar í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sunnudaginn 1. september kl. 15. Fjallað verður um söðla og reiðtygi út frá handverki og sögu í tveimur áhugaverðum fyrirlestrum.

Skeiðarárhlaup. Sunnudaginn 14. júlí kl. 14.30. Víðavangshlaup og listviðburðir í tilefni af 45 ára vígsluafmæli Skeiðarárbrúr.

Menningarminjakeppni Evrópu 2019. Vor 2019, síðasti skiladagur verkefna 9. maí. Keppni sem öll börnum á aldrinum 12-18 ára geta tekið þátt í og gengur út á að túlka menningarminjar í sínu nærumhverfi með skapandi hætti. Hluti af European Heritage Makers Week.

Menningarminjadagar Evrópu 2017

Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“. Boðið er upp á fjölbreytta viðburði hringinn um landið sem tengjast á einn eða annan hátt mannlífi, náttúru og sögu fyrri tíma hérlendis. Allir viðburðirnir eiga það sameiginlegt að vera í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar. Nánar má fræðast um alla viðburði Menningarminjadaganna á vefsíðunni http://www.europeanheritagedays.com/Pages/Home/Country-event.aspx?id=e8b35760-aed3-4161-8578-a8128d80b214 þar sem hver og einn viðburður glitrar sem stjarna á Íslandskortinu.

Um þemað „minjar og náttúra“ af síðu Evrópuráðsins :

"Heritage and Nature (2017)

In this year's edition of the #EHDs we are celebrating the intrinsic relationship between people and nature under the common theme: “Heritage and Nature: A Landscape of Possibilities”. Emphasis is given to heritage values embodied in nature and to the extent to which the environment shapes people's lives and lifestyles and its contribution to their well-being and socio-economic prosperity. The events taking place in urban nature sites, historic gardens, national reserves, home yards, national parks, heritage biotopes, protected areas, every day and outstanding landscape will help people to connect to nature and explore its diversity and cultural values."

Þátttaka í öllum viðburðunum er ókeypis og eru allir velkomnir!

Viðburðir

Höfuðborgarsvæðið:

Gönguferð um Laugarneshverfið

Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn efna til gönguferðar um Laugarneshverfið laugardaginn 7. október í samstarfi við Ferðafélag Íslands. Ferðin hefst kl. 11 á bílastæði Íslandsbanka á Kirkjusandi.

Laugarneshverfið er elsta úthverfið í Reykjavík. Þar fór að myndast byggð á þriðja áratug 20. aldar en Laugarnesið á sér mun lengri sögu. Sagt verður frá þróun byggðarinnar, fiskverkun á Kirkjusandi og upphafi byggðar á Teigunum.

Leiðsögumenn verða Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Helga Maureen Gylfadóttir og Pétur H. Ármannsson.

Vesturland:

Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal, verndarsvæði í byggð

Laugardaginn 14. október mun Hulda Guðmundsdóttir á Fitjum kynna verkefnið „Framdalurinn – Fitjasókn í Skorradal, verndarsvæði í byggð“ en nú er unnið að því að svæðið verði verndarsvæði til að viðhalda menningarminjum og sögu í hinni gömlu Fitjasókn í Skorradal.

Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, klukkan 14.00.

Vestfirðir:

Þjóðtrú, náttúra og fornleifafræði

Einar Ísaksson, minjavörður Vestfjarða, leiðir göngu frá gamla bænum á Broddadalsá út á Stiga að leiði Brodda. Farið verður yfir sögusagnirnar um Brodda og tilgátur um tilurð og val (meints) fornaldarlegstæðis út frá fornleifafræðilegu sjónarmiði. Gangan verður farin sunnudaginn 8. október og hefst kl. 13:00. Tekur hún um 45 mínútur hvora leið. Seinasti spölurinn er stórgrýttur svo gott er að vera vel búinn fyrir gönguna.

Norðurland vestra:

Fornleifar í Fljótum

Flutt verða þrjú stutt erindi sem endurspegla áhrif náttúru á staðsetningu minja og mótun menningarlandslags og varðveislu þess. Erindin verða haldin laugardaginn 14. október á Gimbur gistiheimili í Fljótum. Guðmundur St. Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, mun fjalla um menningarminjar og loftlagsbreytingar, Guðný Zoëga, fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga, gerir grein fyrir fornleifarannsóknum sumarsins í Fljótum og Hjalti Pálsson, ritstjóri Byggðasögu Skagafjarðar, veltir fyrir sér landnámi í Fljótum. Í framhaldinu verður heimsóttur einn af þeim fjölmörgu minjastöðum sem nýlega hefur fundist eða nýjar upplýsingar hafa fengist um.

Dagskrá hefst kl. 13:00 og að erindum loknum verður farið á einkabílum á minjastað í nágrenninu. Áætlað er að dagskrá ljúki eigi síðar en kl 16.

Norðurland eystra:

Leiðsögn um rústir Evangerverksmiðju

Evangerverksmiðjan var reist 1911 og var fyrsta stóra síldarverksmiðja landsins. Segja má að hún hafi markað innreið nútímans á Siglufirði. Snjóflóð féll á Evangerverksmiðjuna árið 1919 og hefur hún verið rústir einar síðan þá. Örlygur Kristfinnson leiðir göngu um minjasvæðið laugardaginn 14. október kl. 13:00 og verður komið saman á bílastæði.

Austurland:

Samspil menningarminja og náttúru á Skálanesi

Gönguferð um Skálanes í Seyðisfirði í fylgd með Rannveigu Þórhallsdóttur, fornleifafræðinema og staðkunnugri, þar sem fjallað verður um samspil menningarminja og náttúru. Gengið verður um svæðið, frá Austdalsá og út í Skálanesbjarg og til baka, en gangan tekur um það bil 3 tíma. Gangan verður farin laugardaginn 14. október og hefst hún kl. 13:00. Mæting á bílaplanið við Austdalsá.

Suðurland:

Laugarvatnshellar í Bláskógabyggð

Tekið verður á móti gestum í Laugarvatnshellum í Bláskógabyggi á milli kl 12 og 16 laugardaginn 14. október. Hellarnir tveir voru höggnir í móberg í Reyðarbarm ofan Laugarvatnsvalla, miðja vegu milli Laugarvatns og Þingvalla og hafa þeir í gegnum tíðina verið í alfaraleið á milli Suður- og Vesturlands. Í upphafi 20. aldar hóf fólk fasta búsetu í hellunum og bjuggu þar tvær fjölskyldur hvor á eftir hinni og ráku meðal annars greiðasölu. Kristján X Danakonungar fékk þar í Íslandsheimsókn sinni árið 1921 skyr með rjóma hjá Vigdísi Helgadóttir húsfreyju.

Veturinn 2017 hafði Smári Stefánsson á Laugarvatni (Laugarvatn Adventure) forgöngu um að endurgera stærri hellinn, eins og hann var þegar síðast var búið í honum, í samráði við sveitarfélagið og Minjastofnun Íslands. Munu Smári og félagar leiðsegja gestum um hellana við þetta tilefni.

Suðurnes:

Fræðsluerindi um herminjar í Duus safnahúsi í Keflavík og vettvangsferð og leiðsögn á Pattersonflugvöll

Dagskráin hefst laugardaginn 14. október kl. 14:00 í Duushúsi í Keflavík þar sem flutt verða stutt erindi um friðun og varðveislu herminja, ekki síst frá síðari heimstyrjöld. Þór Hjaltalín, minjavörður Reykjaness, fjallar um leiðir til að varðveita minjar og minjaflokka sem ekki njóta lagaverndar í dag og Sigrún Ásta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, fjallar um hugmyndir að stofnun sérstaks herminjasafns. Eftir flutning erinda fara fundarmenn á vettvang til að skoða Pattersonflugvöll og minjar tengdar honum, en Bandaríkjamenn hófu byggingu flugvallarins snemma árs 1942. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Minjastofnunar Íslands, Byggðasafns Reykjanesbæjar og Reykjanes Geopark.