Fara í efni

Samstarfsverkefni

Minjastofnun Íslands hefur tekið þátt í mörgum samstarfsverkefnum, bæði innlendum og erlendum. Hér má finna þau helstu.

ARCHES

Lógó ARCHES

Lógó EAC

Minjastofnun Íslands tók þátt í samevrópsku verkefni, ARCHES. Tilgangur verkefnisins er að koma sér saman um evrópskan staðal sem gagnast í stjórnun og meðhöndlun menningararfsins í Evrópu og til að búa til „best practice“ handbók um varðveislu, meðhöndlun og flutning gagna sem verða til við fornleifafræðilegar rannsóknir.

Unnið verður að verkefninu í samvinnu átta samstarfsaðila frá sjö Evrópuríkjum sem munu í framhaldinu taka upp sameiginlega staðla um varðveislu gagna og gripa úr fornleifarannsóknum. Það mun auðvelda stjórnun úrræða á varðveislu gagna og gripa en einnig auka möguleika fagaðila til að vinna að faginu í öllum þeim löndum sem hafa tekið upp staðlana.

Fornleifafræðilegt gagnasafn samanstendur af öllum gögnum og fundum úr fornleifarannsóknum sem talin eru varðveisluhæf. Þar með eru gripir sem og skrifleg, teikninga og ljósmynda gögn sem og stafræn gögn um rannsóknarstaðinn og funda- og sýnasafn. Árangursrík varðveisla slíkra gagnasafna mun velta á því að menn taki upp góðar starfsvenjur (best pracitce) þegar gagnasöfnin verða til, þau flokkuð og færð og tekin til varðveislu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á:

http://archaeologydataservice.ac.uk/arches/Wiki.jsp?page=Main

Minjastofnun hélt, 3. apríl 2013, vinnufund með fagaðilum hér á Íslandi til að ræða tillögur að slíkum stöðlum. Sá hópur hefur skilað af sér athugasemdum og bíður nú eftir næstu skrefum sem verða tillögur um lokaútgáfu staðlana. Fundarmenn voru mjög jákvæðir fyrir slíkum stöðlum og sambærilegri vinnu á ýmsum sviðum menningararfsins.

[This project has been funded with support from the European Commission. This publication [communication] reflects the views only of the author, and the Commission cannot be held responsible for any use which may be made of the information contained therein.]

Handbókin kom út árið 2014. Hún ber heitið Staðall og leiðbeiningar um bestu starfsvenjur við fornleifafræðilega gagnavörslu í Evrópu (The Standard and Guide to Best Practice in Archaeological Archiving in Europe).