Fara í efni

Fréttir

Árnesþingstaður

27.06.2025
Nýtt Þrívíddarlíkan af Árnesþingstað í landi Minna-Hofs í Árnesi.

Afgreiðsla húsafriðunarsjóðs, lokað 15. júlí - 1. ágúst

23.06.2025
Afgreiðsla húsafriðunarsjóðs verður lokuð frá 15. júlí - 1. ágúst 2025 vegna sumarleyfa

Nýir staðlar fyrir fornleifaskráningu

16.05.2025
Minjastofnun Íslands hefur gefið út nýja og endurbætta staðla fyrir skráningu fornleifa. Markmið þeirra er að samræma vinnubrögð, auka gagnagæði og tryggja að skráning fornleifa sé í samræmi við þarfir og kröfur nútímans.

Minjastofnun Íslands - hlutverk og starfssvið / Byggingararfurinn – sérstaða hans og varðveisla. Kynningarfundur á Akranesi.

10.04.2025
Pétur H. Ármannsson arkitekt og sviðstjóri Húsverndarsviðs á Minjastofnun kynnti starfsemi stofnunarinnar og húsverndarmál á fundi á vegum þróunarfélagsins Breið á Akranesi þann 9. apríl.

Starfsmenn Minjastofnunar á ráðstefnu EAC í Gdansk

02.04.2025
Dagana 26. - 29. mars sóttu Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri og Sólrún Inga Traustadóttir verkefnastjóri ráðstefnu og ársfund EAC (European Archaeological Council) í Gdansk í Póllandi. Þema ráðstefnunar var fornleifafræðileg gagnasöfn, aðgengi og miðlun fundasafna í starfi minjavörslu.

Fornminjasjóður 2025 - styrkúthlutun

11.03.2025
Úthlutun styrkja úr fornminjasjóði fyrir árið 2025 liggur nú fyrir. Alls bárust 67 umsóknir í sjóðinn og sótt var um alls 290.408.643 kr. Að þessu sinni hljóta 23 verkefni styrk, að heildarupphæð 92.540.000 kr.

Húsafriðunarsjóður 2025 - styrkúthlutun

07.03.2025
Minjastofnun Íslands bárust alls 242 umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna verkefna árið 2025, samtals að upphæð 1.243.927.679 kr. Styrkir eru veittir til 178 verkefna, samtals að upphæð 265.500.000 kr.
Landakotskirkja í Reykjavík. Byggð árið 1929.

Ráðstefna um húsvernd og endurgerð húsa - Restaureringsseminar í Danmörku

12.02.2025
Í lok janúar tóku tveir arkitektar Minjastofnunar Íslands þátt í ráðstefnu um húsvernd og endurgerð húsa, hið árlega Restaureringsseminar í Danmörku, sem skipulagt er af Minjastofnun Danmerkur, Slots- og Kulturstyrelsen, í samvinnu við arkitektaskólana í Árósum og Kaupmannahöfn.

Friðlýsing menningarlandslags Hofstaða undirrituð af ráðherra

16.01.2025
Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur staðfest friðlýsingu menningarlandslags Hofstaða í Þingeyjarsveit, en friðlýsingin var gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og tekur til menningarlandslags heimatúns Hofstaða. Aldursfriðaðar og friðlýstar menningarminjar á Hofstöðum og umhverfi þeirra mynda hið friðlýsta menningarlandslag.

24. desember - Keflavík í Hegranesi

24.12.2024
Sumarið 2015 hófst uppgröftur á kirkjugarði úr frumkristni í Keflavík, Hegranesi í Skagafirði. Við uppgröftinn kom í ljós kirkja í miðjum kirkjugarðinum. Hún hefur verið timburkirkja með hornstoðum og torfvegg á tveimur hliðum.
Yfirlitsmynd af rannsóknarsvæðinu við lok uppgraftar árið 2016. © Byggðasafn Skagfirðinga.