Fara í efni

Fréttir

Húsafriðunarsjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

17.10.2024
Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2024 og stefnt er að því að úthlutun liggi fyrir eigi síðar en 15. mars 2025.
Ingimundarhús, byggt 1882 – Oddagötu 1, Seyðisfirði

Húsafriðunarsjóður 2025 - bilun í kerfi

15.10.2024
Vinsamlegast athugið að vegna tæknilegra örðugleika verður ekki opnað fyrir umsóknir í húsafriðunarsjóð fyrir árið 2025 í dag, 15. október. Áætlað er að opnað verði fyrir umsóknir síðar í þessari viku.

Menningarminjadagar Evrópu 2024 // The European Heritage Days 2024

07.10.2024
Menningarminjadagar Evrópu 2024 fóru fram í september síðastliðnum þar sem þema ársins var leiðir, samskipti og tengingar. Alls tóku sjö skipuleggjendur þátt sem voru samanlagt með 14 viðburði er dreifðust yfir mánuðinn. Skipuleggjendur voru Borgarsögusafn Reykjavíkur, Elliðaárstöð, Kirkjugarðar Reykjavíkur, Samband íslenskra listamanna, Skálholt, Skriðuklaustur og Þura – Þuríður Sigurðardóttir, söng- og myndlistarkona.
Metaðsókn var í göngu um Laugarnesið þann 26. september en um 160 manns mættu og hlýddu á Þuru - Þuríði Sigurðardóttur, söng- og myndlistarkonu segja frá minjum og umhverfi á sínum heimaslóðum.

Opnun á nýrri yfirbyggingu á Stöng í Þjórsárdal

03.10.2024
Þriðjudaginn 1. október fór fram opnun á nýrri yfirbyggingu skálans á Stöng í Þjórsárdal. Stofnunin fagnar þeim mikilvæga áfanga að lokið hefur verið við yfirbygginguna sem hönnuð var af arkitektunum Karli Kvaran og Sahar Ghaderi hjá SP(R)INT STUDIO.
Yfirbyggingin á Stöng. ©Claudio Parada Nunes.

Tillaga að friðlýsingu Hólavallagarðs í Reykjavík

25.09.2024
Minjastofnun Íslands hefur lagt fram til kynningar tillögu að friðlýsingu Hólavallagarðs, gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu í Reykjavík. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og varðveita heildarskipulag garðsins, klukknaport, minningarmörk og ásýnd garðsins. Svæðið sem friðlýsingin tekur til er um 3 ha. að stærð og afmörkun miðast við lóðarmörk eða ytra borð garðveggja.
© Chili Studio ehf.  og Kirkjugarðar Reykjavíkur.

Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands

05.09.2024
Embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands er laust til umsóknar. Leitað er eftir öflugum og faglegum leiðtoga til að leiða fagstofnun sem hefur það hlutverk að framkvæma minjavörslu í landinu og efla vernd fornleifa og byggingararfs á Íslandi.

Menningarminjadagar Evrópu 2024 // The European Heritage Days

06.06.2024
Menningarminjadagar Evrópu verða haldnir í september á Íslandi og þema ársins er Leiðir, samskipti og tengingar.

Friðlýsing Borgarneskirkju

10.05.2024
Borganeskirkja var friðlýst þann 9. maí síðastliðinni á 65 ára vígsluafmæli sínu.
Borgarneskirkja átti 65 ára vígsluafmæli þann 9. maí 2024

Feyneyjaskráin - Grunnur að verndarstarfi í 60 ár. Málþing 18. apríl

10.04.2024
Á alþjóðadegi menningarminja 18. apríl verður haldið málþing í tilefni þess að í ár eru liðin 60 ár frá því að Feneyjaskráin var gefin út. Fjallað verður um gildi Feneyjarskrárinnar sem er leiðarljós í starfi ICOMOS. Með Feneyjaskránni voru settar fram alþjóðlegar viðmiðunarreglur um varðveislu og endurgerð minja og minjastaða.