Minjastofnun Íslands heimsækir Efnismiðlun Sorpu
30.06.2023
Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um hvernig Efnismiðlun Sorpu virkar og kanna hvort flötur væri á samstarfi milli Minjastofnunar Íslands og Sorpu þegar kemur að endurnýtingu byggingarhluta úr gömlum húsum sem oft hafa mikið varðveislugildi út frá handverki og menningarsögu, hafa verið smíðaðir af mikilli list og oft úr betri efniviði en almennt fæst í dag.