Fara í efni

Fréttir

12. desember - Þingeyrar í Húnaþingi

12.12.2024
Þingeyrar er bær og kirkjustaður í Húnaþingi á Norðvesturlandi. Þar var rekið klaustur frá 1133 til siðaskipta. Vettvangsrannsókn á Þingeyrum hófst sem liður í rannsóknarverkefninu Kortlagning klaustra á Íslandi.
Yfirlitsmynd af uppgraftarsvæðum á Þingeyrum. Mynd úr gagnasafni Minjastofnunar Íslands. © Þingeyrarrannsóknin.

Jóladagatal Minjastofnunar Íslands

09.12.2024
Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.

Rúnar Leifsson forstöðumaður er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF

06.12.2024
Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF (European Heritage Heads Forum) sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.

Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hljóta Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024

03.12.2024
Snorri Guðvarðsson og Kristjana Agnarsdóttir hlutu Minjaverndarviðurkenningu Minjastofnunar 2024 á ársfundi stofnunarinnar í síðustu viku. Viðurkenninguna hljóta Snorri og Kristjana fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar á Íslandi sem speglast í áratugastarfi þeirra á sviði málunar á friðlýstum og friðuðum kirkjum og húsum.
Ljósmyndari: Sverrir Páll Snorrason.

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2024 - Að uppgrefti loknum: Miðlun og nýting minjastaða

22.11.2024
Ársfundur Minjastofnunar Íslands Að uppgrefti loknum: miðlun og nýting minjastaða verður haldinn í lestrarsalnum í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 í Reykjavík fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00.

Alþingisgarðurinn friðlýstur

19.11.2024
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra, undirritaði friðlýsingu Alþingisgarðsins þann 18. nóvember síðastliðinn. Alþingisgarðurinn við Kirkjustræti 14 í Reykjavík er elsti og best varðveitti almenningsgarður við opinbera byggingu á Íslandi. Hann markar tímamót í íslenskri garðsögu þar sem hann er fyrsti garðurinn sem var hannaður áður en framkvæmdir við hann hófust.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra ásamt Pétri Ármannssyni arkitekt og sviðstjóra hjá Minjastofnun Íslands (vinstri) og Birgi Ármannssyni forseta Alþingis (hægri).

Fornminjasjóður 2025 - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2025

15.11.2024
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fornminjasjóð fyrir árið 2025. Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2025.
Uppgröftur á Stöng í Þjórsárdal, 2023

Dr. Rúnar Leifsson skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands

12.11.2024
Dr. Rúnar Leifsson var skipaður í embætti forstöðumanns Minjastofnunar Íslands á dögunum. Hann var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis - orku- og loftlagsráðherra næstu fimm árin. 

Franski sendiherrann í heimsókn á Minjastofnun Íslands

01.11.2024
Á fundinum var rætt um starfsemi stofnunarinnar, menningarminjar á Íslandi, rekstur og viðhald minjastaða, fjármögnun fornleifarannsókna á Íslandi og í Frakklandi.
Fundargestir. Frá vinstri: Karl Kvaran arkitekt hjá SP(R)INT STUDIO, Renaud Durville menningarfulltrúi Franska sendiráðsins, Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands, Þór Hjaltalín sviðstjóri Minjavarða, Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri Rannsóknar- og miðlunarsviðs og Gísli Óskarsson sviðstjóri lögfræðisviðs.

Kynningarferð starfsfólks Minjastofnunar Íslands í Varsjá

22.10.2024
Minjavarslan í Póllandi tók vel á móti starfsfólki Minjastofnunar Íslands í Varsjá í síðustu viku með þéttri dagskrá dagana 9. - 13. október. Starfsfólk fékk kynningu á starfsemi minjavörslunar í Póllandi, Narodowy Instytut Dziedzictwa (NID), þar sem sérfræðingar stofnunarinnar sögðu frá helstu verkefnum og áskorunum.
Starfsfólk Minjastofnunar og fylgifiskar við Krzemionki safnið. © Daníel Máni Jónsson.