Á Vesturbúðarhól á Eyrarbakka er að finna þyrpingu verslunarhúsa frá einokunartímanum. Þar stóðu verslunarhús Eyrarbakkaverslunar frá fyrri hluta 18. aldar og fram til ársins 1950.
Menningarlandslag í Ólafsdal er einstakt á landsvísu. Þar var rekinn búnaðarskóli á árunum 1880-1907 og minjar frá tímum hans eru í öndvegi. Þar má t.d. nefna beðasléttur, nátthaga og vatnsveituminjar – allt fyrirbæri sem síðar breiddust út um landið.
Verkefnið Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar felur í sér rannsóknir á fornum byggðaleifum í Skagafirði. Á annað þúsund staðir hafa verið rannsakaðir með könnunarskurðum eða kjarnaborum en þar fyrir utan hafa fjölmargar minjar verið mældar upp. Rannsóknirnar hafa bætt miklu við fyrirliggjandi þekkingu á aldri, gerð og legu elstu byggðaleifa í héraðinu.
Markmið rannsóknarinnar í Arfabót er að rannsaka formfræði húsakynna og lífsviðurværi fólksins sem bjó í Arfabót. Einnig er ætlunin að kanna áhrif Kötlugosa á byggðina á Mýrdalssandi en Katla hefur gosið mörgum sinnum á sögulegum tíma og áhrif gosanna á byggðina í næsta nágrenni hefur verið mikil.
Aurskriða féll á skrúðgarðinn Skrúð í Dýrafirði á dögunum. Sem betur fer urðu ekki miklar skemmdir á garðinum sjálfum en aur og grjót barst þó inn um hlið garðsins. Skriðan lenti að mestu á grjótgarðinum umhverfis hann að sögn Laura Alice Watt, ábúanda á svæðinu
Móakot var hjáleiga frá stórbýlinu Nesi á Seltjarnarnesi. Ritaðar heimildir um staðinn ná aftur til byrjun 18. aldar en rannsóknin hefur sýnt fram á að þar hefur verið búseta a.m.k. á 16./17.öld.
Þingeyrar er bær og kirkjustaður í Húnaþingi á Norðvesturlandi. Þar var rekið klaustur frá 1133 til siðaskipta. Vettvangsrannsókn á Þingeyrum hófst sem liður í rannsóknarverkefninu Kortlagning klaustra á Íslandi.
Í ár verður jóladagatal Minjastofnunar Íslands með aðeins öðru sniði en undanfarin ár. Í stað þess að opna glugga á hverjum degi í desember til jóla fengum við íslensku jólasveinana með okkur í lið með það að markmiði að vekja athygli á vísindarannsóknum á sviði fornleifafræði. Þeir bræður hafa valið 13 rannsóknir sem fram fóru á árunum 2013 til 2023 og stóðu/hafa staðið yfir í að lágmarki þrjú ár.
Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands er fulltrúi Íslands á árlegu málþingi EHHF (European Heritage Heads Forum) sem fram fer í Póllandi um þessar mundir.