Fara í efni

Fréttir

Fornminjasjóður - Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024

16.11.2023
Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar 2024.
Minjar í hættu vegna ágangs sjávar á Höfnum á Skaga.

Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2023: Yngri minjar - áskoranir og tækifæri

14.11.2023
Ársfundur Minjastofnunar verður haldinn fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl.13:00 og stendur yfir til kl. 15:30.
Herminjar á Straumnesfjalli

Laus störf hjá Minjastofnun Íslands - Minjavörður Vestfjarða

13.10.2023
Lengdur umsóknarfrestur til 15. nóvember.
Ingimundarhús - Oddagata 1, Seyðisfirði.

Friðlýsing Skrúðs á Núpi í Dýrafirði

09.10.2023
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, undirritaði í síðustu viku friðlýsingu Skrúðs á Núpi í Dýrafirði. Friðlýsingin er gerð að tillögu Minjastofnunar Íslands og er fyrsta friðlýsing menningarminja frá því málaflokkurinn færðist til ráðuneytisins.

Málþing um torfarfinn 4. september // Symposium: The turf heritage on September 4th.

30.08.2023
Málþingið Torfarfurinn - Varðveisla byggingarhandverks verður í Kakalaskála í Skagafirði þann 4. september næstkomandi.

Skuldaþing í Skuldaþingsey við Skjálfandafljót

10.08.2023
Starfsmenn Minjastofnunar fóru á dögunum í Skuldaþingsey á Fljótsbakka við Skjálfandafljót, en þar er að finna friðlýstan þingstað með a.m.k. 30 þingbúðum.

Vigdísarvellir

21.07.2023
Þar sem nú hefur verið opnað fyrir umferð um Vigdísarvallaveg vill Minjastofnun Íslands vekja athygli á nauðsyn þess að sýna aðgát við viðkvæmar fornleifar á Vigdísarvöllum. Stofnunin vill biðja fólk um að varast að leggja bílum á graslendinu við Vigdísarvelli þar sem finna má mjög fallegt og heillegt minjasvæði kotbýla frá 19. öld.
Á Vigdísarvöllum

Stöng í Þjórsárdal: lokað vegna framkvæmda

18.07.2023
Vinna er nú hafin við lagfæringar og uppfærslur á yfirbyggingu landnámsskálans á Stöng í Þjórsárdal og verður því lokað fyrir aðgengi almennings að minjunum á meðan framkvæmdir standa yfir.
Stöng í Þjórsárdal