16. desember - Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar
16.12.2024
Verkefnið Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar felur í sér rannsóknir á fornum byggðaleifum í Skagafirði. Á annað þúsund staðir hafa verið rannsakaðir með könnunarskurðum eða kjarnaborum en þar fyrir utan hafa fjölmargar minjar verið mældar upp. Rannsóknirnar hafa bætt miklu við fyrirliggjandi þekkingu á aldri, gerð og legu elstu byggðaleifa í héraðinu.