Áhugavert efni
Á þessari síðu má finna áhugavert efni af ýmsum toga, svo sem efni frá ársfundum Minjastofnunar, skýrslur rannsóknarverkefna sem fengið hafa styrki úr þeim sjóðum sem Minjastofnun úthlutar úr o.fl.
Hér má einnig finna Youtube rás Minjastofnunar þar sem m.a. hafa verið birtar upptökur af ársfundum stofnunarinnar.
Sumarið 2020 störfuðu þrír háskólanemar hjá Minjastofnun Íslands og unnu tveir þeirra að verkefnum tengum miðlun. Þau Jakob Hermannsson og Arna Inga Arnórsdóttir eru bæði nemar við Listaháskóla Íslands og fengu þau það verkefni að vinna að miðlunartengdum verkefnum, ekki síst að gerð kynningarefnis fyrir Minjastofnun og menningarminjar almennt.
Áhugaverðir staðir
Á síðustu árum hefur Minjastofnun Íslands sett upp skilti á nokkrum minjastöðum vítt og breitt um landið í tengslum við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum. Með því að smella á staðarheitin hér fyrir neðan má finna textana á flestum þessara skilta auk ítarefnis í sumum tilfellum.
Djáknadys í Hamarsfirði
Djáknadys er strýtumyndaður grjóthaugur, um 2 - 5 m hár og 10 x 15 m að umfangi. Fast neðan við dysina liggur gamall vegslóði sem talinn er hafa verið lagður upp úr aldamótunum 1900. Djáknadys var friðlýst af Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði, árið 1964.
Sagan segir að á þessum stað hafi presturinn á Hálsi og djákninn á Hamri hist og þeir barist til dauða. Voru þeir báðir dysjaðir á staðnum og er nafn Djáknadysjar þannig tilkomið. Sagt er að sú kvöð hvíli á vegfarendum sem fara fram hjá dysinni í fyrsta sinn að þeir verði að kasta steinvölu í dysina, einni fyrir sig og einnig einni fyrir hvorn, hund og hest, ef með eru, annars muni þeir lenda í ógöngum. Aðrar sögur segja að leggja skuli þrjá steina í dysina. Um þetta er gamla vísan:
Að flýta sér að fara af baki
og fleygja steini
yfir djákna aldurhniginn
er það gæfa á ferðastiginn.
Vinsamlegast gangið um svæðið með varúð og virðingu. Fjarlægið ekki steina úr dysinni. Vinsamlegast urðið ekki rusl undir steinum.
Um Djáknadys í Skrá um friðlýstar fornleifar (1990)
7615 BÚLANDSHREPPUR
Háls. Djáknadys, stór grjótdys rétt neðan við veginn innan við Rauðuskriðu, utan undir svonefndri Ytri-Sandbrekku. Skjal undirritað af KE 21.09.1964. Þinglýst 18.11.1964. (bls. 44).
English version
Djáknadys in Hamarsfjörður
Djáknadys (Deacon’s Burial Mound) is a conical pile of rocks, 2 - 5 metres high and 10 x 15 metres in area. At the foot of the mound is a track which is believed to have been laid in the early 1900s. Djáknadys was listed as a protected heritage site in 1964 by the Director of the National Museum of Iceland, Kristján Eldjárn.
According to legend the mound marks the spot where the pastor of Háls and the deacon of Hamar fought to the death. Both were buried at the site, and that is the origin of the name Djáknadys (Deacon’s Burial Mound). Tradition requires every traveller, on first passing by Djáknadys, must throw a pebble or stone onto the mound: one for him/herself, and one for every horse or dog accompanying them. If they fail to do so they will lose their way. Another version of the tradition is that travellers must place three stones on the mound. An old verse on the subject says:
To quickly dismount
and fling a stone
over the aged deacon
brings good fortune along the road.
Please treat this protected heritage site with respect and care. Do not remove stones from the mound. Do not dispose of refuse under stones.
Fiskbyrgi á Gufuskálum
Fiskbyrgi voru notuð til að þurrka fisk við framleiðslu á skreið og tengjast byrgin hér miklum veiðum í verstöðinni Gufuskálum líklega á 15. eða 16. öld. Ekki hafa öll byrgin verið í notkun á sama tíma en erfitt er að segja til um með vissu hvenær hvert byrgi var reist og hve lengi það var í notkun.
Á Gufuskálum er getið verstöðvar á 15. öld. Máttu þá vera þar 14 verbúðir og fylgdi einn bátur hverri. Opnum bátum var róið héðan fram á 20. öld. Við sjóinn sjást varir, uppsátur og rústir eftir verbúðir sem bera verstöðinni merki. Útflutningur á skreið til Englands og Hansaborganna jókst mjög á 15. öld en uppruna Gufuskálaverstöðvar má rekja að minnsta kosti til 14. aldar.
Fiskbyrgin eru hlaðin úr hraungrjóti sem sótt var í umhverfið. Hleðslan er óþétt svo vel lofti í gegn því án góðrar loftunar gat fiskurinn, sem í byrgjunum var geymdur, skemmst. Þök byrgjanna eru borghlaðin, þ.e. hlaðin upp í kúpul, og eru byrgin því yfirleitt löng og mjó því að öðrum kosti ber mannvirkið ekki þakið.
Fiskbyrgin voru fyrst tekin á skrá yfir friðaðar minjar árið 1969 og eru í dag friðlýst bæði sem fornleifar og mannvirki, eftir því í hvaða ástandi hvert og eitt byrgi er. Sum byrgin eru heil en önnur eru hrunin og illgreinanleg. Talningum á byrgjunum ber ekki saman en ljóst er að þau eru líklega um 150-200. Ber fjöldinn vitni um miklar fiskveiðar á svæðinu.
Vinsamlegast athugið að hraunið er hættulegt yfirferðar og því er mælt gegn því að ganga utan greinilegs gönguslóða. Farið ekki inn í byrgin eða klifrið í hleðslum þeirra. Minjar og náttúra eru viðkvæm - gangið um með nærgætni.
(Myndir eru teikningar Harðar Kristjánssonar af tveimur fiskbyrgjum, eru þær teknar úr Íslenzkum sjávarháttum IV eftir Lúðvík Kristjánsson).
English version
Gufuskálar fishing-sheds
Dried fish became Iceland's biggest export in the 15th century but the beginning of Gufuskálar fishing-station can be dated back to at least the 14th century.
In written sources a fishing station is mentioned at Gufuskálar as early as the 15th century. Fourteen single fishing booths were then located on the coast, with one fishing boat to each booth. Open fishing boats were used to catch fish here until the 20th century. A lot of fishing related archaeology can be found on the coast, e.g. landing sites, boat sheds and fishermen's huts.
Sheds erected from lava stone were used to dry and store fish here at Gufuskálar, as well as in other places in Iceland. These sheds were probably erected sometime in the 15th or 16th centuries. Not all of the sheds were in use at the same time but it is impossible to say exactly when each shed was erected and for how long it was used. The sheds were built from lava stone collected in the surrounding area, with the walls constructed so that the wind could easily blow through them and ventilate the sheds, as without this air flow the fish would rot. The roofs of the sheds were built using a technique which is called borghleðsla in Icelandic. Borghleðsla construction has the walls leaning in towards the top of the building ending in a domed roof.
All of the sheds are listed as important cultural heritage and have been since 1969. The exact number of sheds is not known but they are probably around 150-200.
Warning! Visitors must stick to the clear paths, as wandering off into the lava field is dangerous. Do not enter the sheds or climb up the walls. The sheds as well as the nature are very delicate, please take care while walking.
Flókatóftir
Flókatóftir - saga
Flókatóftir hafa löngum verið taldar minjar um vetursetu Hrafna-Flóka Vilgerðarsonar á Íslandi um árið 865 og fá af því nafn sitt. Veturseta þessi er sögð sú fyrsta sem norrænir menn áttu á Íslandi.
Í Landnámu er eftirfarandi frásögn:
„Þeir Flóki sigldu vestr yfir Breiðafjörð ok tóku þar land, sem heitir Vatnsfjörðr við Barðaströnd... Þeir fóru brott um sumarit ok urðu litlu fyrir vetr. Þar sér enn skálatóft þeira inn frá Brjánslæk ok svá hrófit ok svá seyði þeira.“
Í Landnámu segir einnig að Flóki og menn hans hafi stundað fiskveiðar svo stíft að gleymst hafi að heyja til vetrarins. Drapst því allt kvikfé um veturinn. Gekk Flóki upp á fjall um vorið og sá þar til norðurs fjörð fullan af ís. Kallaði hann af því landið Ísland.
Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu. Fornleifar 1-6 og 11-13 á kortinu hér til hliðar tilheyra eldri kynslóð á staðnum. Fornleifar 1-6 eru hinar eiginlegu Flókatóftir en fornleifar 11-13 eru niðurgreftir, hugsanlega soðholur eða seyðir þeir er nefndir eru í Landnámu. Eru holur þessar líklega frá sama tíma og hinar eiginlegu Flókatóftir þótt þær hafi ekki verið skráðar upphaflega á 19. öld sem hluti af minjunum á svæðinu. Flókatóftir voru friðlýstar árið 1930 af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði. Fornleifar 7-10 tilheyra yngri kynslóð búsetu á staðnum. Fornleifar 7-9 tilheyra býlinu Grund sem talið er byggt um 1900. Grund fór í eyði um 1930. Naust við sjóinn, nr. 10, var hlaðið árið 1940.
Flókatóftir - fornleifar
Á Flókatóftum er að finna þrettán fornleifar sem talið er að tilheyri a.m.k. tveimur kynslóðum búsetu á svæðinu. Fornleifar 1-6 og 11-13 á kortinu hér til hliðar tilheyra eldri kynslóð á staðnum. Fornleifar 1-6 eru hinar eiginlegu Flókatóftir en fornleifar 11-13 eru niðurgreftir, hugsanlega soðholur eða seyðir þeir er nefndir eru í Landnámu. Eru þessar holur líklega frá sama tíma og hinar eiginlegu Flókatóftir þótt þær hafi ekki verið skráðar upphaflega á 19. öld sem hluti af minjunum á svæðinu. Flókatóftir voru friðlýstar árið 1930 af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði. Fornleifar 7-10 tilheyra yngri kynslóð búsetu á staðnum: býlinu Grund. Samkvæmt Einari Guðmundssyni, bónda að Seftjörn við Brjánslæk, var bærinn Grund byggður í kringum 1900 og var búseta þar þangað til um 1930. Naustið, tóft 10, var hlaðið af föður Einars í kringum 1940.
Minjar Flókatófta hafa verið rannsakaðar oftar en einu sinni í gegnum tíðina. Ein fyrsta rannsóknin var uppgröftur Sigurðar Vigfússonar árið 1889 en þá gróf hann í allar tóftirnar sex. Þorsteinn Erlingsson teiknaði hluta minjanna upp sumarið 1895 og Kristján Eldjárn skoðaði þær oftar en einu sinni. Taldi Kristján að Flókatóftir væru ekki eins gamlar og menn vildu vera láta.
Síðast voru minjar Flókatófta rannsakaðar af Fornleifavernd ríkisins (nú Minjastofnun Íslands) á árunum 2004 og 2012. Voru þá tekin sýni til aldursgreiningar úr tveimur rústanna: nr. 4 og 6. Reyndust sýnin vera annars vegar frá 9.-10. öld (nr. 4) og hins vegar frá 11.-12. öld (nr. 6). Niðurstöðurnar benda því til þess að Kristján Eldjárn hafi að hluta til haft rétt fyrir sér þar sem rústir hinna gömlu Flókatófta hafa líklega ekki allar verið í notkun á sama tíma. Það er því næsta víst að Hrafna-Flóki, sé sagan um hann sönn, hefur einungis reist og notað hluta þeirra mannvirkja sem á svæðinu eru. Saga staðarins er líklega mun flóknari en hingað til hefur verið talið.
English Version
Flókatóftir history
Flókatóftir have long since been thought to be the site of the first winter-stay by Norse men in Iceland. Hrafna-Flóki Vilgerðarson is said to have settled here for a whole winter in about the year 865. That‘s where Flókatóftir, Flóki‘s ruins, get their name.
In Landnámabók, Hrafna-Flóki and his men are said to have put all their focus on fishing, so much that they forgot to bring in fodder – hay – for their livestock. This oversight resulted in the death of all livestock in course of the winter.
In springtime Flóki climbed up a mountain in the vicinity. When he reached the top he saw, looking north, a bay filled with ice. He therefore named the country Iceland.
Flókatóftir consist of thirteen archaeological features, six of which are the original Flókatóftir surveyed in the 19th century. These are features 1-6 on the map. Features 7-10 are the remains of a small farm, named Grund, which was probably founded around 1900 but only lived on until 1930. Feature 10 is a boathouse constructed in 1940. Features 11-13 are probably from the same era as features 1-6 but were not originally mentioned as part of Flókatóftir, possibly because people didn‘t notice them. All of the features 11-13 are pits, possibly cooking-pits.
Flókatóftir archaeology
Flókatóftir are thought to be the site of the first winter-stay by Norse men in Iceland. Flókatóftir consist of thirteen archaeological features, six of which are thought to be the original Flókatóftir, dating to the 9th century. These are features 1-6 on the map. Features 7-10 are the remains of a small farm, named Grund, which was probably founded around 1900 but only lived on until 1930. Feature 10 is a boathouse constructed in 1940. Features 11-13 are probably from the same era as features 1-6 but were not originally mentioned as part of Flókatóftir, possibly because people didn‘t notice them. All of the features 11-13 are pits, possibly cooking-pits.
Flókatóftir were first listed as an important archaeological site in 1930 and remain that way today. Many have done research on the archaeological features, the earliest known having been done in the 19th century. The research consists both of archaeological survey and excavation. The late Kristján Eldjárn, national cultural heritage manager and later president of Iceland, visited the site more than once. His opinion was that the ruins were younger than thought, thus not dating from the 9th century.
Recent research somewhat supports Kristján's theory. Test-trench excavations were done in the area in 2004 and again in 2012 where the main aim was to collect samples for dating of the site. The research was carried out by the Cultural Heritage Agency of Iceland. Two samples were dated with the C-14 carbon dating method. The results showed that feature 4 on the map is probably from the 9th-10th century but feature 6 is probably from the 11th-12th century. The results indicate therefore that Flókatóftir really consist of features that were not all in use at the same time, suggesting that the site is much more complicated than previously thought.
Gamla-Brekkurétt
Gamla-Brekkurétt við Grábrók í Borgarfirði
Brekkurétt á Brekkueyrum við veginn milli Brekku og Hreðavatns var byggð 1831. Áður voru þau réttarhöld í Norðurárdalsfjöllum. Réttað var í Hvammsmúla, líka í svokölluðum Staðarmúla í gilgljúfrum við Bjarnadalsá. Sjást þar engin mannvirki. Líka var Tangarétt við Vikravatn ofan Hreðavatns í tanga út í vatnið, mest dregið út, en því þar voru nánast engir dilkar. Árið 1831 lét sýslumaður, Eiríkur Sverrisson á Hamri í Borgarhreppi færa saman þessi réttarhöld á Brekkueyrar, eins og fyrr segir. Þar var réttað í rúm 40 ár, þá vildi það til að ofsaflóð gerði á réttardaginn og Brekkuá fæddi inn í almenninginn, svo það varð kviðvatn í honum. Eftir þann atburð var réttin færð og byggð norðaustan við Stóru- Grábrók. (Fellin voru alltaf kölluð Stóra Grábrók og Litla Grábrók í gamla daga. Stóra Grábrók stendur við þjóðveginn.) Sú rétt var notuð til ársins 1922 og hafði þá verið í notkun í um 50 ár en þá var hún komin að falli enda byggð úr mjög slæmu efni. Réttarstæðið þótti erfitt vegna halla og vildi fé troðast undir í almenningnum. Engin safngirðing var við réttina og þurftu menn því að standa yfir safninu og passa það. Hestar sem Norðdælingar komu á til réttar voru bundnir á streng norðan við innrekstrardyr almenningsins, en hestar Stafholtstungnamanna voru bundnir á steng vestan almenningsdyranna, Hestar Borghreppinga voru aftur á móti bundnir á steng í brekkunni vestan við Borghreppingadilkinn, og þar borðuðu skilamenn Borghreppinga nesti sitt. Hreppstjóri Norðdælinga sem síðustu ár réttarinnar var Vigfús Bjarnason bóndi í Dalsmynni (f.1853 – d.1935) setti þær reglur er ómerkingar og óskilafé var boðið upp í lok réttar og að borga skildi við hamarshögg, þó með þeirri undantekningu að heimamenn í Norðurárdal þurftu ekki að borga fyrr en um næstu áramót.
Veturinn 1922-1923 var haldinn fundur og þangað boðið öllum bændum sem áttu upprekstur að Brekkurétt. Á þessum fundi var ákveðið að byggja nýja rétt. Voru þeir Þórður Ólafsson á Brekku og Þorsteinn Snorrason á Laxfossi kosnir til að velja réttinni stað, ráða stærð hennar og gerð og vera verkstjórar við framkvæmdina. Því varð gamla réttarstæðið austan við Litlu Grábrók fyrir valinu, þeas á Brekkueyrum þar sem hún var fyrst byggð árið 1831. Til að fyrirbyggja flóðahættunar ákváðu þeir Þórður og Þorsteinn að veita ánni út í hraun, nokkru fyrir ofan réttina. Þorsteinn gerði uppdrátt af rétinni og kostnaður hvers bónda fór að nokkru leyti eftir fjárfjölda og að nokkru eftir jarðarhundruðum. Byrjað var á verkinu um miðjan einmánuð um vorið og var að mestu búið að byggja réttina viku af sumri enda munu 20-30 manns hafa unnið við hana. Réttin var algerlega hlaðin hraungrjóti, bezt var að hlaða úr grjóti sem brotið var upp úr hraunklöpp. Það sem laust var, var yfirleitt ekki kantað og því illa fallið til hleðslu, það sem hlaðið var úr lélegra grjótinu stóð illa. Þó nokkuð af efni þurfti að flytja alllangt að. Var það flutt á sleðum og hestar látnir draga sleðana. Þetta er sú rétt sem stendur nánast óbreytt og án verulegra umbóta eða viðgerðar. Reyndar er hún nú orðin hrörleg. Þessi rétt var notuð til árins 1992 eða í um 70 ár þegar Brekkurétt var færð heim að Brekku. Réttarahald í Brekkurétt hefur verið með sama hætti frá ómunatíð og það er enn í dag.
Réttarstjórar hafa verið þessir:
Þórður Jónsson á Brekku
Vigfús Bjarnason í Dalsmynni ( síðasti réttarstjóri réttarinnar við Grábrók)
Þorsteinn Snorrason Hvassafelli
Þórður Ólafsson Brekku
Þórður Kristjánsson Hreðavatni
Gísli Þorsteinsson Hvassafelli
Þorsteinn Þórðarson Brekku
Þórður Þorsteinsson Brekku
Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku (Núverandi réttarstjóri)
Heimildamaður: Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekku
[English below]
1. Borghreppingar
2. Sólheimatunga og Haugar.
3. Jafnaskarð, Múlakot, Stapasel og Grísatunga.
4. Litluskógar, Stóruskógar, Grafarkot og Stóragröf.
5. Laxfoss og Litlaskarð.
6. Munaðarnes.
7. Hreðavatn.
8. Dalsmynni og Klettstía (Kleppstía eins og það hét áður).
9. Dalamenn.
10. Brekka, Hraunsnef og Desey.
11. Hvammur, Dýrastaðir og Hreimstaðir.
12. Hvassafell.
13. Suðurupprekstur.
The Brekka Corral at Brekkueyrar on the Brekkuá river, on the route between Brekka and Hreðavatn Lake, was built in 1831. Such corrals are used during the autumn sheep round-up: the flock is herded into the central enclosure, then sorted into the respective owners’ pens. [N1] Before the corral was built, sheep had been rounded up and herded to corrals in the mountains of the Norðurárdalur valley: at Hvammsmúli and at Staðarmúli by the Bjarnadalsá river. No traces are visible at those sites. Another corral, Tangarétt, was at Vikravatn lake above Hreðavatn. In 1831 Sheriff Eiríkur Sverrisson of Hamar in the Borg district decreed that all these corral sites should be abolished, superseded by a new one at Brekkueyrar. The corral was used for over 40 years, until a catastrophic flood struck on round-up day. The waters of the Brekkuá river flooded into the corral as high as the animals‘ bellies. After that event the corral was rebuilt in a new location, northeast of the Stóra- Grábrók crater. (In olden days the craters were known as Stóra (Big) and Litla (Little) Grábrók. The main road through the valley passes by Stóra-Grábrok.) That corral was used until 1922. Having been in use for about 50 years, it was on the brink of collapse – as it had been built of poor materials. The corral site was regarded as unfavourable as it sloped, and there was a risk of sheep being trodden underfoot in the central enclosure. There was no holding pen outside the corral, so the herders had to stand guard over the flock waiting to enter. Norðurárdalur farmers attending the corral tethered their horses on the north side of the entrance to the central enclosure, while those from Stafholtstungur tethered theirs on the west side. Men from the Borg district tethered their horses on the slope west of their own sorting pen. They also took their refreshments there. The Norðurárdalur district leader – who for the last years of the corral was farmer Vigfús Bjarnason of Dalsmynni (1853 – 1935) – introduced rules that unbranded and unidentified animals should be auctioned off after the sorting in the corral had been completed. Immediate payment was required, except from Norðurárdalur farmers, who were permitted to pay at the end of the year.
In the winter of 1922-1923 a meeting was held of all the farmers whose sheep were sorted at the Brekka corral. At that meeting a decision was made to build a new corral. Þórður Ólafsson of Brekka and Þorsteinn Snorrason of Laxfoss were elected to select a site for the corral, determine its size and form, and supervise the construction. They opted for the original corral site, i.e. at Brekkueyrar where the first corral had been built in 1831. In order to avert the risk of flooding, Þórður and Þorsteinn decided to divert the river out into the lava field some distance above the corral. Þorsteinn made a plan of the corral; the costs to be paid by each farmer were partly determined by their livestock holdings, and partly by property ownership. Construction commenced at the end of winter (early April), and was largely complete by the end of the first week of summer (early May); between 20 and 30 men had worked on the task. The corral was built entirely of lava rock. It was best to use stone that was quarried from solid lava rock. Loose pieces of lava were generally of irregular shape and less suitable for building. When poor stone was used, the structure did not last. Quite a lot of the building material had to be transported some distance, on horse-drawn sledges. That is the corral that remains standing, almost unchanged and with no major repairs or improvements. In fact it is dilapidated now. That corral was used for about 70 years, until 1992 when a new corral was made at the farm of Brekka. Sorting of livestock at the Brekka corral after the round-up has remained unchanged over the centuries, and it continues today.
Corral masters have been:
Þórður Jónsson, Brekka
Vigfús Bjarnason, Dalsmynni (last corral master at the corral by Grábrók)
Þorsteinn Snorrason, Hvassafell
Þórður Ólafsson, Brekka
Þórður Kristjánsson, Hreðavatn
Gísli Þorsteinsson, Hvassafell
Þorsteinn Þórðarson, Brekka
Þórður Þorsteinsson, Brekka
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Brekka (present corral mistress)
Information supplied by Þórhildur Þorsteinsdóttir of Brekka
Kumlateigurinn í Hringsdal
Á árunum 2006-2011 fóru hér fram rannsóknir á kumlateig frá 10. öld á vegum Fornleifastofnunar Íslands ses. Sumarið 2006 tilkynnti Hilmar Einarsson, landeigandi í Hringsdal, Fornleifavernd ríkisins um beinafund á nesinu Hreggnasa í Hringsdal. Var Fornleifastofnun Íslands ses. fengin til að rannsaka svæðið og voru í kjölfarið grafnar upp leifar tveggja heiðinna grafa - kumla. Á komandi árum voru grafin upp fleiri kuml á svæðinu auk yngra mannvirkis. Alls urðu kumlin fimm og var eitt þeirra bátskuml. Í gröfunum hafa fundist margskonar gripir s.s. naglar, sverð, járnmolar, skjaldarbóla, kambsbrot og hnífur.
Yngra mannvirkið sem grafið var upp er á svæðinu suðvestanverðu. Þegar mannvirkið var reist hefur eldri minjum hugsanlega verið raskað og m.a. er líklegt að tekið hafi verið grjót út kumlunum og notað við byggingu mannvirkisins.
Munnmælasagnir hafa gengið í Hringsdal öldum saman um landnámsmanninn Hring. Á hann að hafa átt í deilum við austmenn og að lokum fallið fyrir þeirra hendi í bardaga í Hringsdal. Er talað um að Hringur hafi verið heygður í Hringshaugi. Haugurinn var friðlýstur af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, árið 1930. Hvort eitthvert kumlanna sem grafin hafa verið upp hér á þessum stað sé kuml Hrings verður ekki fullyrt um.
Kumlateigurinn í Hringsdal er ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að fá kuml hafa verið rannsökuð á Vestfjörðum öllum. Síðast var grafinn upp kumlateigur á Vestfjörðum árið 1964 þegar kumlin í Vatnsdal við Patreksfjörð voru rannsökuð af Þjóðminjasafni Íslands.
Rannsóknarskýrsla Fornleifastofnunar Íslands ses. 2006
Rannsóknarskýrsla Fornleifastofnunar Íslands ses. 2007
English Version
Hringsdalur- Pagan Burial Ground
An archaeological excavation was conducted here in the years 2006-2011 after a human leg bone was found at the site and the Archaeological Heritage Agency was notified by the landowner Hilmar Einarsson. An archaeological research institute, The Institute of Archaeology, performed an excavation in the area and found the remains of two pagan graves. In the following years more graves were discovered along with the remains of a younger man-made structure. In total, five heathen graves were excavated, one of which was a boat grave. The graves contained various artifacts, including a sword, pieces of iron, a knife, a shield boss and fragments of a comb.
The younger structure was in the southwestern part of the area. It is possible that older remains in the area were disturbed during the construction of the younger structure and that stones from the graves might have been used as building materials for it.
According to a legend a man called Hringur settled Hringsdalur. Hringur had a feud with “Austmenn” (“East-men” likely referring to Scandinavians) which resulted in Hringur's death after a battle in Hringsdalur. Consequently, Hringur was buried in Hringshaugur (the mound of Hringur). The mound was listed as a protected site in 1930. Whether or not any of the excavated graves was the mound of Hringur remains a mystery.
The pagan burial ground in Hringsdalur holds a special status for several reasons, not only for its findings but also because it is one of the few pagan burial grounds that have been excavated in the Westfjords.
Hvannalindir
Hvannalindir – saga og náttúra
„Liggur við Kreppu lítil rúst“
Hvannalindir eru sérstæð vin í annars gróðursnauðri Krepputungunni þar sem lindavatn sprettur undan Lindahrauni. Þær liggja í skjóli Kreppuhryggjar í austri en Lindafjalla og Krepputunguhrauns í vestri. Hvannalindir voru lengi að mestu óáreittar af beit og ágangi manna þar sem Krepputungan liggur á milli beljandi jökulsáa, Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, með Vatnajökul í suðri.
Hvannalindir fundust árið 1834 þegar Pétur Pétursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal leitaði að góðri leið til að þvera landið. Pétur fann leið sem nefnist Vatnajökulsvegur og liggur um Hvannalindir. Rústir útilegumannakofa fundust í Hvannalindum árið 1880, fimmtíu árum eftir að Pétur fór þar fyrst um. Vinin virðist hafa verið griðland útilegumanna. Umferð um Hvannalindir jókst um miðja 20. öldina þegar Kreppa var brúuð. Hvannalindir voru friðlýstar árið 1973 og eru nú hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Í Hvannalindum, á bökkum Lindaár og Lindakvíslar, er vistkerfi sem er einstakt á Íslandi. Gróðurvinin er kjörsvæði ýmissa dýra og plantna. Hvannstóð þekja vatnsbakka og eru varpsvæði heiðagæsarinnar. Vegurinn um Hvannalindir er lokaður á varptíma.
Útilegumannarústirnar í Hvannalindum eru friðlýstar fornminjar og leiða menn getum að því að þar hafi búið útilegumennirnir Fjalla-Eyvindur og Halla í lok 18. aldar. Aldur rústanna hefur verið greindur með kolefnisaldursgreiningu og bendir hann til að svo geti verið. Einnig minna rústirnar á handbragð Fjalla-Eyvindar annars staðar á landinu.
Athugið að svæðið í kringum rústirnar er mjög viðkvæmt. Ef þið hafið áhuga á að skoða þær nánar hafið samband við landvörð í Lindaseli.
Fornleifar í Hvannalindum
Þótt menn hafi fundið Hvannalindir árið 1834 fundust meintar minjar útilegumanna á svæðinu ekki fyrr en um hálfri öld síðar. Sumarið 1880 var farinn könnunarleiðangur um svæðið til að leita óþekktra hagabletta. Voru þar á ferð Þingeyingar sem höfðu haft slæmar heimtur undanfarin ár og vildu vita hvað af fénu hefði orðið. Leiðangursmenn fundu í þessari ferð rústir kofa í Hvannalindum og töldu þær þá vera um 100 ára gamlar, eða frá seinni hluta 18. aldar. Voru þök húsanna víðast fallin en veggir stóðu enn vel. Fundu menn mikið af beinum inni í húsunum og utan þeirra auk þess sem tveir mosavaxnir sprekakestir stóðu utan við húsin.
Fornleifarannsókn var gerð á rústunum í Hvannalindum árið 1941. Stóð Kristján Eldjárn, síðar þjóðminjavörður og forseti Íslands, fyrir henni. Á svæðinu er að finna þrjú hús eða kofa og eina fjárrétt. Eru allar minjarnar á innan við 80 m löngu svæði í hraunjaðrinum. Mikið fannst af beinum í húsunum og utan þeirra. Mestmegnis voru þetta kinda- og hrossbein en einnig bein gæsa, rjúpna og álfta. Er af þessu ljóst að íbúar Hvannalinda hafa lagt sér til munns bæði húsdýr og villta fugla.
Minjastofnun Íslands lét gera aldursgreiningu á þremur beinum úr rústunum haustið 2015. Var niðurstaða greiningarinnar að beinin væru fá 17.-18. öld, líklegast frá seinni hluta 18. aldar. Aldursgreiningin styður því tilfinningu þeirra sem fundu rústirnar í lok 19. aldar - að rústirnar hafi þá verið um 100 ára gamlar.
Minjarnar í Hvannalindum eru friðlýstar menningarminjar og njóta þannig mestu mögulegu verndar samkvæmt lögum. Minjarnar voru friðlýstar af Þór Magnússyni, þáverandi þjóðminjaverði, árið 1969.
Athugið að svæðið í kringum rústirnar er mjög viðkvæmt. Ef þið hafið áhuga á að skoða þær nánar hafið samband við landvörð í Lindaseli.
English Version
Hvannalindir – History and Nature
Hvannalindir is a unique oasis in the otherwise barren Krepputunga, where spring water flows from underneath the Lindahraun lava field. Hvannalindir is flanked by the Kreppuhryggur ridge to the east and the Lindafjöll mountains and Krepputunguhraun lava field to the west. Hvannalindir was, for a long time, left undisturbed by livestock and human activities, as Krepputunga lies between the rivers of Jökulsá á Fjöllum and Kreppa with Vatnajökull glacier to the south.
Hvannalindir was discovered in 1834 when Pétur Pétursson, from Hákonarstaðir in Jökuldalur, was looking for a route across Iceland. Pétur found the route known as the Vatnajökull Road, which crosses Hvannalindir. The remains of an outlaw dwelling were found at Hvannalindir in 1880, fifty years after Pétur first passed through the area. The oasis seems to have served as a sanctuary for outlaws. Traffic through Hvannalindir increased in the mid-20th century, when a bridge was built over Kreppa. Hvannalindir was made a nature reserve in 1973 and is now part of Vatnajökull National Park.
The ecosystem in Hvannalindir, on the banks of Lindaá and Lindakvísl, is unique in the whole of Iceland. The oasis is a natural habitat for various species of plants and animals. The banks are covered with fields of angelica, and are the nesting grounds of the pink-footed goose. The road through Hvannalindir is closed during the nesting season.
The ruins of the outlaw dwellings are listed archaeological remains. They are widely believed to have been the home of legendary 18th-century outlaws Eyvindur and Halla. Carbon dating of the ruins indicates that this could be the case, as does the handiwork that the ruins display, which is reminiscent of Eyvindur's work in other locations.
Please note that the area around the ruins is highly sensitive. Please contact the park ranger at Lindasel if you wish to inspect the site further.
Archaeological Remains in Hvannalindir
Although the Hvannalindir site was discovered in 1834, the remains of the alleged outlaw dwellings were not found until half a century later. In the summer of 1880, some men from the county of Þingeyjarsýsla explored the area in search of unknown pastures, as they had lost some sheep in the previous years and wanted to know what had become of them. They found the ruins of a cabin in Hvannalindir and estimated that it was approximately 100 years old, i.e. from the late 18th century. The roofs had collapsed, but the walls were still standing. Many bones were found inside the houses and outside and there were two moss-grown woodpiles outside of the houses.
An archaeological investigation was conducted in Hvannalindir in 1941 under the supervision of Kristján Eldjárn, Director of the National Museum of Iceland and later President of Iceland. There are three houses, or huts, in the area and one sheepfold. All of the remains are within an 80 metre area at the edge of the lava field. Many bones were found within the houses and outside them. Most were horse and sheep bones, but there were also bones of geese, ptarmigans and swans, so it is clear that the inhabitants of Hvannalindir ate both domestic animals and wild birds.
In autumn 2015, the Cultural Heritage Agency of Iceland had three bones from the ruins carbon-dated. The conclusion was that the bones were from the 17th or 18th century, probably from the latter half of the 18th century, supporting the original estimate by the discoverers of the ruins in the late 19th century, i.e. that they were then approximately 100 years old.
The archaeological remains in Hvannalindir were listed as important archaeological remains in 1969.
Please note that the area around the ruins is highly sensitive. Please contact the park ranger at Lindasel if you wish to inspect the site further.
Naustin í Papafirði
Útróður frá Klifum
Útræði hefur um aldir verið stundað frá svokölluðum Klifum, eða Þorgeirsstaðaklifum, við Papafjörð í landi Efri-Fjarðar og Þorgeirsstaða í Lóni í Hornafirði. Í Efri-Firði þótti góð aðstaða til sjósóknar þótt jörðin væri landlítil og landrýr. Sömu sögu var að segja um Þorgeirsstaði.
Klif var helsti útróðrarstaður Lónmanna en fyrst og fremst þeirra sem heima áttu vestan Jökulsár. Bátarnir voru geymdir í Klifunum og bíða varð flóðs til að koma þeim í naust. Átta til níu bátum var róið frá Klifunum allt fram á 20. öld. Notuðust sjómenn við segl eftir því sem því var við komið. Það var einnig gert á bátum sem gerðir voru út frá Hornafjarðarósi en annars staðar varla að marki frá verstöðvum í A-Skaftafellssýslu.
Signý Guðmundsdóttir (f. 1929) frá Þorgeirsstöðum segir svo frá:
Upp úr aldamótunum 1900 var útræði frá Þorgeirsstaðaklifum og voru bátarnir geymdir í naustum. Fiskhús voru þar líka og var aflinn verkaður þar. Róið var til sjós út um Papós á sex- eða áttæringum á handfæri. Sæta varð flóðum til að komast út og inn. Í kringum 1928 mun þetta hafa lagst niður frá þessum stað.
Minjar útróðra frá Klifunum eru mjög greinilegar enn í dag. Mörg þeirra mannvirkja sem reist voru við lok 19. aldar standa enn nokkuð vel. Við fornleifaskráningu sem gerð var haustið 2015 voru skráðar 18 fornleifar á rústasvæðinu við sjóinn. Vitað er hvaða bæir áttu hvaða naust undir lok útræðisins í byrjun 20. aldar. Báru sum þeirra nöfn sem þekkt eru enn í dag en nöfn annarra eru gleymd. Mannvirkin við ströndina voru að mestu hlaðin úr grjóti en einungis eitt þeirra sem stóð á síðasta tímabili útgerðar frá svæðinu var yfirbyggt.
Fornleifaskráningarskýrsla Völu Garðarsdóttur, haust 2015.
English Version
Klif Fishing Station
For centuries people have set out to fish from Klif, or Þorgeirsstaðaklif, by Papafjörður. Klif was the main fishing station for people in the area but many also came from far away to fish here.
Klif was an active fishing station until as late as the 20th century and it is known that at least eight to nine boats were in use here at the same time, each being owned by a certain household.
The boats that set out from Klif were unusual in that they used sails as well as oars and so did boats fishing in Hornafjarðarós also. Otherwise it was uncommon to use sails in all of eastern Skaftafellssýsla.
The Klif boats were kept in boat houses, the remains of which can be seen here today. The boats could only be drawn back on land on high tide, therefore timing was crucial when returning from fishing.
Signý Guðmundsdóttir (born 1929) from Þorgeirsstaðir knows much about Klif (Þorgeirsstaðaklif) fishing station:
“Just after 1900 Þorgeirsstaðaklif fishing station was active and the boats were kept in boat houses. A fish house was also built there for curing the catch. The boats used had six or eight oars, and men used handheld lines with hooks to fish with. There had to be high tide to be able to get in an out. Around 1928 fishing from this site ceased.”
The remains of the fishing station at Klif are visible still today. The walls of many of the buildings erected in the late 19th century still stand, and even older remains can also be spotted in the area. An archaeological survey done in 2015 revealed 18 archaeological features in the area by the sea.
Selatangar
Verstöð á Selatöngum
Á Selatöngum er að finna minjar um verbúðir, fiskbyrgi og fiskigarða. Rústirnar eru um 20 en auk þeirra eru á svæðinu fjöldi fiskigarða. Í öðru bindi bókarinnar Íslenskir sjávarhættir lýsir Lúðvík Kristjánsson verbúðatóft á Selatöngum: „Dyr hafa verið á gaflinum, sem snýr til sjávar. Inn af þeim hafa verið rösklega þriggja álna löng göng og er þá komið þar í búðina, sem bálkarnir hafa verið, en bilið á milli þeirra er um 1 m. Bálkarnir eru næstum 4 m á lengd en dálítið misbreiðir, annar um 1,3 m, en hinn um 1 m, og kann það að stafa af missigi. Búð þessi hefur rúmað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálkanna eru rúmlega 1,2 m löng göng yfir í lítið hýsi, sem hefur verið eldhús um 2 m á breidd. Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er komið...“
Lífið í verbúðunum var mótað af aldagömlum siðum og hefðum. Menn skiptu með sér verkum. Sækja þurfti vatn og eldivið, elda mat o.s.frv. Í sumum verbúðum voru ýmis embætti eins og embætti kjásarhaldara. Hann sá um að tæma kjásarhaldið, kerald sem í var næturgagn búverja.
Menn þurftu stundum að vera í landi vegna ógæfta. Þá sinntu þeir ýmsum störfum. Á Selatöngum eru nokkrir hraunhellar sem notaðir voru til ýmissa verka. Nöfn þeirra segja til um notkunina. Í einum var kvörn og var hann kallaður Mölunarkór. Í öðrum var sagað og kallaðist hann Sögunarkór. Sá þriðji hét Smíðahellir.
Fiskverkunin fólst fyrst og fremst í því að þurrka fiskinn. Fiskurinn var breiddur á garða eða möl og roðið ætíð látið snúa niður á daginn en upp að næturlagi. Sums staðar var fiskur þurrkaður í grjótbyrgjum eins og þeim sem eru á Selatöngum. Birgin voru einnig notuð til að geyma fullharðnaðan fisk.
Til að gæta öryggis er gestum bent á að fylgja ráðlagðri leið um svæðið, sjá myndina hér til hliðar. Svæðið utan gönguleiðarinnar getur verið varhugavert yfirferðar – sleipt fjörugrjót við sjóinn og úfið hraun inn til landsins. Athugið að víða á gönguleiðinni eru ójöfnur.
Gangið um minjarnar af virðingu, klifrið ekki í hleðslum eða hróflið við þeim á nokkurn hátt.
Fishing Station at Selatangar
The ruins of fishermen's huts, fish storage huts and stone walls can be found at Selatangar. There are approximately 20 remains in the area, along with a number of stone walls. In the second volume of Fishing in Iceland, Lúðvík Kristjánsson describes the ruins of a fisherman's hut at Selatangar: “There were doors on the gable facing the sea. Within, there would have been a tunnel, just over three ells in length, leading to the hut where the sleeping partitions were, with approximately 1 m between them. The partitions are almost 4 m in length, but the width is different; one is approximately 1.3 m, and the other is approximately 1 m, perhaps due to varying subsidence. The hut would have housed eight men. Beyond the space between the partitions, a 1.2 m tunnel leads to a small cot, 2 m in width, which was used as a kitchen. The fireplace would have been on the right when one entered...”
Life in the fishermen's huts was shaped by centuries of customs and traditions. The men allocated tasks among themselves. Water and firewood had to be fetched, food cooked, etc. Some fishermen's huts had offices such as that of “pot officer”, whose job it was to empty the chamber pots of the residents.
When the men had to stay on land due to bad weather, they tended to various tasks and used some of the lava caves in Selatangar for their purposes. The names of the caves indicate their use. One was named after the grinding mill kept in it, another was named after the practice of sawing wood in it and the third was named after its use as a workshop.
Fish was most often processed by drying. The fish was spread out on walls or gravel, with the fishskin facing down during the day and up during the night. In some places, the fish was dried in rock shelters like the ones in Selatangar. They were also used to store fully dried fish.
Due to safety concerns, visitors are advised to follow the marked paths in the area; see the accompanying illustration. Areas outside the paths can be difficult to traverse, with slippery rocks by the sea and rough lava inland. Note that many parts of the walking path are uneven.
Treat the remains respectfully, and do not climb walls or disturb them in any way.
Snorralaug í Reykholti
Fyrst er getið um laug í Reykholti í Landnámu. Í Sturlungu kemur hún við sögu á dögum Snorra Sturlusonar (1178/9-1241). Elsta þekkta lýsing á Snorralaug er í riti Páls lögmanns Vídalín Um fornyrði Jónsbókar frá um 1724. Laugin er meðal þeirra fornleifa sem fyrstar voru friðlýstar á Íslandi árið 1817.
Snorralaug er tæplega fjórir metrar í þvermál og 0,7-1,0 m djúp. Vatni er veitt í laugina í lokuðum stokk úr hvernum Skriflu. Yfir aðrennslisbarminum má sjá stein með fangamarkinu V.Th. 1858. Er það fangamark Sr. Vernharðs Þorkelssonar sem lét gera við Snorralaug það ár.
Frá lauginni liggja forn göng sem talin eru hafa tengt laugina og bæinn. Göngin komu í ljós þegar grafið var fyrir íþróttahúsinu árið 1931. Fremsti hluti ganganna er endurgerður þar sem hluti þeirra var grafinn burt við framkvæmdir fyrri alda. Húsið yfir göngin er einungis reist til að skýla minjunum og byggist ekki á tilgátu um hvernig inngangurinn og göngin voru forðum. Laugin og umhverfi hennar hafa verið endurbætt nokkrum sinnum, síðast af Minjastofnun Íslands árið 2019. Er útlit laugarinnar ekki upprunalegt.
Athugið að bannað er að baða sig í lauginni. Vatnið getur verið mjög heitt.
Greinar tengdar Snorralaug:
Þorkell Grímsson. 1960. " Gert við Snorralaug". Árbók Hins ízlenska fornleifafélags 1960 , bls. 19-47. Reykjavík: Hið íslenzka fornleifafélag.
Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson. 1988. "Fornar leiðslur í Reykholti í Borgarfirði". Árbók Hins ízlenska fornleifafélags 1987 , bls. 99-122. Reykjavík. Hið íslenzka fornleifafélag.
English Version
Snorralaug/Snorri‘s bath
According to Landnámabók a hot water bath was in use at Reykholt already in the 10th century. In the 13th century Reykholt had become a church property and the home of the historiographer Snorri Sturluson (1178/79-1241). In Sturlunga saga the hot water bath is mentioned several times. A passage pictures Snorri himself in it one evening, chatting with friends. The basin bears his name and is called Snorralaug (Snorri's bath). Snorralaug was one of the first ten archaeological remains to be listed in Iceland in 1817.
The basin is constructed entirely of hewn stones of “hveragrjót” (silica sinter). It is approximately 4 m in diameter and 0,7-1,0 m deep. Three steps lead down to the basin and a circular rim, a kind of a bench, is along the walls.
Thermal water from the hot spring Skrifla is led to the basin through a conduit. By the intake duct there is a stone with the initials V.Th. 1858. The inscription was carved in 1858 when Snorralaug was restored on the initiative of Pastor Vernharður Þorkelsson. A passage is said to have connected Snorri's farm and the basin. The passage was discovered during construction of a sports hall in 1931. The house covering the passage is not intended to show how the medieval passage was constructed. Its sole purpose is to preserve the remains. Note that the construction of the pool and its closest environment is not original.
It is forbidden to bathe in the pool! Water can be extremely hot.
Steinahellir undir Eyjafjöllum
Steinahellir hefur verið notaður fyrir sauðfé af Steinabændum öldum saman. Leifar fyrirhleðslu sjást austast í hellinum innarlega. Árið 1818 var hellirinn settur þingstaður Eyfellinga og gegndi hann því hlutverki fram til 1905. Þingborðið sem var í hellinum er nú varðveitt í Skógasafni. Samkvæmt Matthíasi Þórðarsyni, fyrrverandi þjóðminjaverði, voru skip einnig smíðuð í Steinahelli. Þó er ekki vitað hvenær það var eða hvers konar skip voru smíðuð.
Að líkindum er hellirinn, sem er úr móbergi, að grunninum til náttúrusmíð en svo hefur hann verið dýpkaður og breikkaður. Til eru heimildir fyrir því að Brunna–Sveinbjörn hafi dýpkað hellinn enn meira um 1890.
Svipir, vofur og álfar hafa sést við hellinn og er frægasta sögnin tengd 14 manna áhöfn sem fórst við Fjallasand. Veturinn eftir er skipið strandaða sett upp að Steinahelli um ísilagðan Holtsós. Litlu síðar ríður Þorgils á Rauðnefsstöðum hjá hellinum og mætir þar manni sem segir: „settu með okkur lagsmaður“. Þegar Þorgils kemur nær sér hann 13 svaðalega menn standa hjá skipinu og þykist hann þekkja þar áhöfnina drukknuðu. Þorgils forðaði sér í snarhasti og er þá kveðið á eftir honum:
Ganglaust stendur gnoð í laut,
Gott er myrkrið rauða,
Halur fer með fjörvi braut,
Fár er vin þess dauða,
Fár er vin þess dauða.
Líklega hefur vísan verið ort í orðastað hinna drukknuðu sjómanna löngu eftir atburðinn.
Burkni vex í hellisþaki Steinahellis. Sögur herma að ekki megi slíta upp burknann því þá sé ólánið víst. Bóndi á Steinum reif þar einhverju sinni upp burkna og hrapaði kýr hans fram af hellisberginu skömmu síðar. Önnur saga segir að ferðamaður einn hafi slitið upp burkna óafvitandi um álögin og misst heilsuna fáum árum síðar. Kenndi hann burknatínslunni um heilsutap sitt.
Steinahellir var friðlýstur af Þór Magnússyni, þáverandi þjóðminjaverði, árið 1975. Steinahellir, líkt og aðrar friðlýstar menningarminjar, er í umsjá Minjastofnunar Íslands. Þil hellisins var endurgert á vegum Minjastofnunar haustið 2015, en þil var á hellinum a.m.k. á 19. öld.
English Version
Steinahellir Cave
For centuries Steinahellir cave was used by the farmers at Steinar farm to house sheep. In 1818 the cave became the area's parliamentary assembly site and remained so until 1905. According to Matthías Þórðarson, former National Cultural Heritage Manager, ships were at one point built at Steinahellir.
The cave is believed to be a naturally occurring feature in the palagonite cliff, but was manually deepened and broadened over time. There are many stories of supernatural happenings and enchantments connected with Steinahellir cave.
Ghosts and spirits have been seen in and around the cave for centuries; the most famous is the tale of the 14 sailors who died when their ship stranded at Fjallasandur beach. The following winter the ship was moved over the ice, from Fjallasandur, via Holtsós estuary to Steinahellir. One day Þorgils from Rauðnefsstaðir farm was riding by and exchanged some words with a man he met by the cave. He then looked up and saw 13 'horrible men' standing on the ship. Þorgils realised that this was the dead crew from the wrecked ship and rode away in haste.
One tale warns not to pick the enchanted ferns which grow in the cave as bad luck will befall anyone who does. A farmer from Steinar once picked a fern from the cave and soon afterwards one of his cows, which was grazing in the area, fell down from the top of the cave-mouth and died. Another tale tells of a traveller who picked a fern without knowing about the enchantment, and a few years later he lost his health. Until his death he blamed his misfortune on the accidental picking of the fern in Steinahellir.
The farmer Jón Jónsson was passing Steinahellir in 1870 when it was pitch dark. Suddenly a ghost appeared and blocked his way. Jón pulled out a pocket knife and made the blade turn backwards since ghosts turn everything around. By this the ghost yielded and Jón could continue his journey.
Steinahellir cave was listed as a protected archaeological site in 1975 and is under the management of the Cultural Heritage Agency of Iceland which had the wooden panel in the cave-mouth rebuilt in the fall of 2015.
Vatnsdalur og Þing
Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem teygir sig um 25 km leið fram að Forsæludal. Að austan afmarkast dalurinn af Vatnsdalsfjalli og gnæfir þar hæst Jörundarfell í 1038 metra hæð, en að vestan er hálshlíðin lág og ná smábungóttir ásar allt að Víðidalsfjalli. Vatnsdalsá rennur um dalinn og er, líkt og fleiri húnvetnskar ár, þekkt fyrir lax- og silungsveiði. Nyrst í dalnum myndar hún Flóðið, sem varð til árið 1720 þegar skriða úr fjallinu stíflaði ána og eyddi bænum að Bjarnastöðum. Í dalsmynninu vekja hólarnir „óteljandi“ eftirtekt en talið er að þeir hafi myndast úr miklu skriðufalli handan úr Vatnsdalsfjalli fyrir um tíu þúsund árum. Norðan hólanna er Þingið, en á Þingeyrum stóð hið forna héraðsþing á þjóðveldistíma. Þar stóð einnig klaustur af Benediktsreglu og var menningarmiðstöð í yfir fjórar aldir, en venja er að miða stofnun þess við árið 1133 þegar fyrsti ábótinn var vígður til klaustursins. Í Landnámabók og Vatnsdæla sögu greinir frá landnámi Ingimundar gamla, en þar segir að hann hafi numið Vatnsdal allan fyrir ofan Helgavatn og Urðarvatn og sett bú sitt að Hofi. Ingimundur var vinur og bandamaður Haraldar konungs hárfagra (um 850-933) og barðist með honum í hinni miklu orustu í Hafursfirði í Noregi. Eftir bardagann fékk konungur Ingimundi gott kvonfang, Vígdísi, dóttur Þóris jarls þegjanda. Bróðir Þóris var Göngu-Hrólfur sem réðist með víkingaher inn í Frakkland og gerðist jarl yfir landsvæði því sem fékk nafnið Norðmandí. Afkomandi Göngu-Hrólfs var Vilhjálmur sigursæli sem lagði undir sig England árið 1066. Vatnsdælasaga var sett á bókfell um 1270, en atburðatíminn hefst um það leyti er Ingimundur gamli kom út til Íslands um 900 og lýkur við dauða Þorkels kröflu á fyrri hluta 11. aldar. Ljóst má vera að höfundur hefur gjörþekkt landslag og minjar í héraðinu og hefur eflaust notað þekkta minjastaði við sviðsetningar á atburðum. Þannig verða minjar og landslag órjúfanlegur hluti af frásögninni sjálfri. Óvenju margir minjastaðir hafa varðveist fram á þennan dag sem tengja má frásögnum Vatnsdælasögu og voru flestir þeirra friðlýstir í kringum 1930. Á undanförnum árum hefur verið unnið að því að kynna þessa staði sérstaklega með uppsetningu söguskilta og að gera þá aðgengilega með stikun gönguleiða. Staðir þessir eru merktir sérstaklega inn á kortið ásamt öðrum áhugaverðum sögu- og minjastöðum í héraðinu.
Sögu- og friðlýstir minjastaðir.
1. Stígandahróf. Í Vatnsdælasögu greinir frá því að landnámsmaðurinn Ingimundur gamli hafi farið til Noregs að sækja sér húsavið. Færði Ingimundur Haraldi konungi hvítabirni að gjöf en konungur gaf á móti skipið Stíganda með viðarfarmi. Hann kom skipinu í Húnavatnsós og reisti þar naustið Stígandahróf yfir það. Vestan við Húnavatn eru tóft af allstóru nausti og er það kennt við skip Ingimundar og ber heitið Stígandahróf.
2. Þingeyrar. Þingeyrar draga nafn sitt af þinghaldi sem þar var haldið á þjóðveldisöld. Þar eru friðlýstar allar leifar hins forna þingstaðar, þar með „dómhringur“ er svo heitir og er í túninu suðaustan við núverandi kirkju. Klausturhald hófst þar árið 1133 og urðu Þingeyramunkar fljótlega þekktir fyrir bókmenntaiðju sína. Eftir siðaskipti urðu Þingeyrar löngum aðsetur hinsveraldlega valds í héraðinu en Þingeyrarklaustursumboði fylgdu gjarnan sýsluvöld í Húnaþingi. Smíði núverandi steinkirkju stóð yfir á árunum 1864-1877. Til verksins var fenginn Sverrir Runólfsson, en hann lærði steinsmíðar í Kaupmannahöfn og er talið líklegt að hann hafi einnig teiknað bygginguna, sem er í rómönskum anda.
3. Gullsteinn. Í Þorvalds þætti víðförla segir segir frá því að Þorvaldur hafi tekið skírn af saxneskum biskupi er Friðrík hét. Óskaði biskup eftir því að fá að fylgja Þorvaldi til Íslands og boða þar kristni. Þegar til Íslands kom dvöldust þeir hinn fyrsta vetur á Giljá hjá Koðráni föður Þorvalds. Víða er að finna sagnir af vættum í steinum í þjóðtrú Norðurlanda og segir að verndarvættur Koðráns bónda hafi búið í steini einum veglegum skammt frá bænum. Þorvaldur óskaði eftir því við föður sinn að þeir Friðrik biskup og íbúi steinsins myndu reyna með sér, hvor þeirra væri máttugri. Fór svo að steinninn brast í sundur við yfirsöngva Friðreks og lagði íbúinn með hyski sitt á flótta. Talið er að höfundar hinna fornu frásagna hafi haft í huga stein þann er kallaður er Gullsteinn og stendur skammt ofan við minnismerkið sem reist hefur verið um þessa fyrstu kristniboða, norðan við bæinn á Stóru-Giljá.
4. Þrístapar. Þrír samliggjandi stakir smáhólar er standa norður og vestur af Vatnsdalshólum. Þar fór fram síðasta aftaka á Íslandi 12. janúar 1830, er Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir voru hálshöggvin vegna morðsins á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum á Vatnsnesi. Efst á miðhólnum er hlaðinn aftökupallur, um 20-70 cm hár og um 5x5 metar að ummáli. Á honum er minningarsteinn um atburðinn. Skilti er við þjóðveginn og stutt gönguleið að staðnum.
5. Þórdísarholt. Eftir dvöl sína við Ingimundarhól í Víðidal hélt Ingimundur gamli með fólk sitt yfir í Vatnsdal. „Og er þeir komu að Vatnsdalsá þá mælti Vigdís kona Ingimundar: „Hér mun ég eiga dvöl nokkura því að ég kenni mér sóttar.“ Ingimundur svarar: „Verði það að góðu.“ Þá fæddi Vígdís meybarn. Hún var Þórdís kölluð. Ingimundur mælti: „Hér skal Þórdísarholt heita.““ Við Þórdísarlund hefur verið sett söguskilti um atburðinn þegar fyrsti Húnvetningurinn fæddist.
6. Faxabrandsstaðir. Samkvæmt Vatnsdælasögu átti Brandur heima á Faxabrandsstöðum. Í deilum við Finnboga ramma og Berg á Borg leituðu synir Ingimundar gamla liðveislu Brands. Er fara átti til hólmstefnu að Borg var veður slæmt og tjaldaði Brandur sleða með húðum og beitti hestinum Faxa fyrir. Er þeir komu að Borg mættu Finnbogi og Bergur ekki á hólmstefnuna vegna veðurofsans og reistu Ingimundarsynir þeim níðstöng. Söguskilti hefur verið reist neðan við Breiðabólsstað og eru sýnilegar skálarústir að finna á staðnum sem er skammt ofan við Breiðabólstaðarbæinn. Sjá nánar.
7. Kattarauga er lítil djúp tjörn í landi Kornsár sem er uppsprettulind sem á fljóta tvær litlar grasi grónar eyjur, eins konar fljótandi ljámýs. Kattaraugað er friðlýst sem náttúruvætti. Upplýsingaskilti Náttúruverndarráðs hefur verið sett upp við tjörnina.
8. Kornsá. Þórdís dóttir Ingimundar gamla og Hallormur austmaður bjuggu að Kornsá en þeirra sonur var Þorgrímur er síðar varð Kárnsárgoði. Hann átti frilluson við ambáttinni Nereiði, af ætt Orkneyjarjarla. Lét Þorgrímur bera sveininn út en Þorsteinn Ingimundarson og Þórir hafursþjó komu barninu til bjargar. Fékk sveinninn nafnið Þorkell krafla og tók síðar við höfðingdómi og goðorði Hofverja. Kornsá var löngum höfðingjasetur, en gamla íbúðarhúsið sem nú stendur var byggt árið 1879 af Lárusi Blöndal sýslumanni.
9. Nautabú. Þórir hafursþjó var einn af sonum Ingimundar gamla og bjó að Nautabúi. Sagt er að á hann hafi stundum runnið berserksgangur, sem hann losnaði síðar við með því að bjarga lífi og fóstra Þorkel kröflu. Í túninu sunnan bæjar á Kornsá er að finna örnefnið Nautabúsmóa og þar eru greinilegar rústir bæjar og garðs, sem með rannsókn hefur verið staðfest að er frá því fyrir árið 1000. Sjá nánar.
10. Undirfell er kirkjustaður sveitarinnar. Suðvestur af bænum sér til Fells (358 m.y.s.), sem er helsta kennileiti á hálsinum vestanverðum. Er fell þetta í nónstað frá bænum og hafa sumir talið að staðarheitið sé dregið af því og hafi upphaflega verið Undornfell, en undorn er eyktarmark í fornu máli. Sr. Hjörleifur Einarsson var annálaður athafnamaður og sat staðinn í yfir þrjá áratugi. Beitti hann sér m.a. fyrir bættri menntun kvenna og á árunum 1879-1883 var haldinn kvennaskóli á Undirfelli. Þar stendur nú kirkja, teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsameistara og var byggð úr steinsteypu árið 1915.
11. Hof. Í Vatnsdælasögu segir að Ingimundur gamli hafi byggt bæ sinn að Hofi. Upp og norður undan bænum er allmikil hæð sem enn í dag gengur undir heitinu Goðhóll. Umhverfis hólinn vottar fyrir fornum garðlögum en efst á hólnum sést að þar hefur bygging staðið. Minjarnar voru friðlýstar sem „hofgirðingar” af þjóðminjaverði árið 1931. Sumarið 2006 fór fram lítilsháttar fornleifakönnun á staðnum og er ljóst að garðurinn var hlaðinn eftir Heklugos árið 1104 og verður því ekki tengdur við hofbyggingu frá 10. öld. Má vera að girðingarnar séu forn akurgerði. Við framkvæmdir á Hofi sumarið 2009 var öllum að óvörum komið niður á fornan kirkjugarð norðan við íbúðarhúsið. Er ljóst að grafirnar eru úr frumkristni í landinu, eða frá 11. öld. Kemur það heim og saman við orð Þórðarbókar Landnámu þar sem segir: „þá tók Þorkell [krafla] skírn og allir Vatnsdælir. Hann lét kirkju gera að Hofi og veitti þar gröpt öllum þingmönnum sínum.” Sjá nánar.
12. Odda-Ás í Ljótunnarkinn. Hrolleifur hinn mikli var með líka skapsmuni og Ljót móðir hans, sem sögð var illa lofuð að skapi og einstök í háttum. Þau voru hrakin úr Skagafirði og voru tvo til þrjá vetur hjá Ingimundi gamla áður en hann byggði þeim bæ í Ási. Hrolleifur varð síðar banamaður Ingimundar vegna deilna um veiðar í Vatnsdalsá. Greinir Vatnsdælasaga frá hefnd þeirra Ingimundarsona er þeir sóttu að þeim mæðginum heima á bæ þeirra og drápu þau bæði. Ljótunnarkinn er grasbrekka í nyrðri ásnum í Ási. Þar mótar enn fyrir fornum garðlögum og tóftum fornbýlis. Norðan við heimkeyrsluna að Ási hefur verið sett upp söguskilti.
13. Jökulsstaðir. Í Landnámu og Vatnsdælasögu segir að Jökull Ingimundarson hafi búið í Tungu en staðarheitið Jökulsstaðir er ekki nefnt. Vatnsdælasaga segir að Þórormur hafi búið í „Tungu inni neðri“ og því má ætla að bær Jökuls hafi verið í Tungu hinni efri. Uppi á meltagli sunnan og ofan við bæinn í Þórormstungu eru fornar bæjartóftir með garðlögum í kring og staðurinn nefndur Jökulsstaðir. Söguskilti hefur verið sett upp við veginn neðan við Jökulsstaði og er stutt gönguleið upp hlíðina að rústunum. Sér þaðan vítt yfir héraðið og út til hafs. Sjá nánar.
14. Þórhallastaðir. Ein magnaðasta frásögn fornbókmenntanna er lýsing Grettissögu af glímu Grettis við drauginn Glám. Glíma sú fór fram í skálanum á Þórhallastöðum og barst þaðan út á hlað, undir tunglskini og skýflókum. Glámur var sænskur að uppruna og gerðist sauðamaður hjá Þórhalli bónda. Var honum svo lýst: „Kirkja var á Þórhallsstöðum; ekki vildi Glámur til hennar koma; hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur; öllum var hann hvimleiður.“ Á jólanótt var Glámur drepinn af óþekktri meinvætt innar í Forsæludal og var dysjaður þar á staðnum og kallast grashóllinn Glámsþúfa. Glámur lá hins vegar ekki kyrr, heldur gekk aftur, reið húsum og drap menn og skepnur á bænum og víðar í Vatnsdal. Gretti tókst að ráða niðurlögum draugsins en hlaut fyrir það ævilanga ógæfu og myrkfælni, „og það er haft síðan fyrir orðtæki, að þeim ljái Glámur augna eða gefi glámsýni, er mjög sýnist annan veg en er“. Á Þórhallastöðum er að finna myndarlegan bæjarhól og rústir bygginga en bærinn hefur verið í eyði um aldir.
15. Ingimundarrústir. Í Vatnsdælasögu er frásögn af landnámi Ingimundar gamla. Kom hann í dal einn víði vaxinn og kallaði hann Víðidal og hafði þar vetursetu og reisti sér skála. Á nesi einu milli Víðidalsár og Faxalækjar er hæð sem kennd er við Ingimund og kallast Ingimundarhóll. Norðaustan undir hólnum mótar fyrir tóttum og eru byggingar fornlegar, skálar tveir, 16-18 metrar að lengd. Söguskilti hefur verið sett upp við Vesturhópsvatn og þaðan liggur göngustígur að rústunum.
16. Borgarvirki. Borgarvirki er talið vera héraðsvígi frá söguöld (ca. 870-1030) og er einstætt hérlendis.Virkið er gosstapi úr stuðlabergi og stendur áberandi í landinu þar sem það rís um 177 metra yfir sjávarmáli. Náttúran og mannshöndin hafa gert Borgarvirki að upplögðum stað fyrir herflokk að búa um sig til varnar ef vænta mátti ófriðar. Hlaðnir hafa verið rammgerðir grjótveggir þar sem upp mátti komast. Inni í virkinu eru rústir af tveimur húsum svo og forn brunnur. Borgarvirki er friðlýst og er í hópi þeirra fornminja sem fyrstar voru settar undir opinbera vernd árið 1817. Sjá nánar.
ENGLISH VERSION
Saga and heritage sites
1. Stígandahróf. Vatnsdæla saga (the Saga of the Vatnsdalur People) recounts that Ingimundur the Aged, the first settler in the region, went to Norway to fetch building timber. He presented King Harald with the priceless gift of a polar bear, and in return the monarch gave him a ship, Stígandi, complete with a cargo of timber. He brought the ship into the mouth of Húnavatn lake, where he built a boathouse named Stígandahróf (Stígandi's boatshed). To the west of the river is the site of a large boathouse, which has been assumed to be Stígandahróf.
2. Þingeyrar. The name of Þingeyrar (Assembly Spits) is derived from its use as an assembly site during the Old Commonwealth (10th-13th centuries). All the remaining relics of the old assembly site are listed as a heritage site, including the “judgement circle” in the grassfield southwest of the present church. From 1133 Þingeyrar was the site of a monastery, where the monks earned renown for their manuscript production. After the monasteries were abolished at the Reformation in the 16th century, Þingeyrar became a centre of secular authority in the Húnaþing region. The present stone church was built in1864-77 by Sverrir Runólfsson, who had trained as a stonemason in Copenhagen. The building, in the Romanesque style, may also have been designed by him.
3. Gullsteinn. The Tale of Þorvaldur the Far-Travelled tells of Þorvaldur being baptised by a Saxon bishop named Frederick, who then asked if he might accompany Þorvaldur home to Iceland to preach the Christian faith. Most Icelanders were still heathen at that time. The two spent the first winter at Giljá, at the home of Þorvaldur's father Koðrán. Nordic folklore includes many stories of the supernatural, and Koðrán's guardian spirit is said to have resided in a great rock near the farmstead. Þorvaldur suggested a trial of strength between Bishop Frederick and the rock-dweller: the rock was cleft asunder by Frederick's chanting, and the pagan spirit and its followers fled. The ancient teller of the tale is believed to have had in mind the rock named Gullsteinn (Gold/Treasure Stone), which stands a little above the memorial to these first Christian missionaries in Iceland, north of the farm at Stóra-Giljá.
4. Þrístapar. These three low hills, to the north and west of the innumerable Vatnsdalshólar hills, were the site of the last execution carried out in Iceland, on 12 January 1830. Friðrik Sigurðsson and Agnes Magnúsdóttir were beheaded for the murders of Natan Ketilsson and Pétur Jónsson at Illugastaðir in Vatnsnes. At the top of the middle hill is an execution scaffold, 20-70cm high and about 5x5m in area. On it is a stone commemorating the event. A sign stands by the road, and the execution site is a short walk away.
5. Þórdísarholt. After spending his first winter at Ingimundarhóll (Ingimundur's Hill) in Víðidalur, Ingimundur the Aged moved on to Vatnsdalur with his household. “And when they reached the Vatnsdalsá river, Ingimundur's wife Vigdís said: ‘I must stay here for a while, for my labour is beginning.' Ingimundur replied: ‘May it go well.' Then Vigdís gave birth to a baby girl. She was named Þórdís. Ingimundur said: ‘This place shall be called Þórdís's Wood.'” At Þórdísarlundur (Þórdís's Copse) in Vatnsdalur a heritage sign commemorates the birth of Þórdís, the first native of the county of Húnavatnssýsla.
6. Faxabrandsstaðir. According to Vatnsdæla saga a certain Brandur lived at Faxabrandsstaðir. In a dispute with Finnbogi the Mighty and Bergur of Borg, the sons of Ingimundur the Aged sought Brandur's help. When they were to set off to Borg to meet the men in battle, a storm was raging, and Brandur covered a sled with hides and harnessed his horse Faxi to pull it. At Borg, Finnbogi and Bergur failed to appear, due to the wild weather, and Ingimundur's sons raised up a scorn-pole to shame them. A heritage sign has been erected below Breiðabólsstaðir, and the site of an ancient hall is visible a short distance above the farmhouse. See more.
7. Kattarauga (Cat's Eye) is a small, deep spring-fed pond on the Kornsá estate, with two floating grassy islands. Kattarauga is listed as a nature heritage site. At the pond is an information sign erected by the Nature Conservation Council.
8. Kornsá. Þórdís, daughter of Ingimundur the Aged, lived at Kornsá with her husband Hallormur the Easterner. Their son Þorgrímur became chieftain of Kárnsá. He had an illegitimate son by a slave woman, Nereiður, who was of the family of the Earls of Orkney. Þorgrímur had the infant taken out and abandoned to die, but he was rescued by Ingimundur's sons Þorsteinn and Þórir Hafursþjó (Goat-thigh). He was named Þorkell krafla, and went on to be chieftain of Hof. Kornsá was an important manor over the centuries. The house built there by Sheriff Lárus Blöndal in 1879 is still standing.
9. Nautabú (Cattle Farm) was the home of Þórir “Goat-thigh,” one of the sons of Ingimundur the Aged. He is said to have run berserk (been seized with a frenzy) from time to time; but he recovered from the disorder by rescuing and fostering Þorkell krafla. In the grassfield south of the farmhouse at Kornsá is a place known as Nautabúsmóar (Nautabú Moor), where the site of a farmstead and field walls are clearly visible. Archaeological research has revealed that they date from before 1000 AD. See more.
10. Undirfell is the location of the district's parish church. Southwest of the farmstead the hill Fell (358 above sea level) is visible. Fell, the main landmark at the west of the ridge, is at nónstaður as viewed from the farm (i.e. in the direction of the position of the sun at 3 pm or nón). It has been suggested that the placename may originally have been Undornfell, from undorn, which is an old synonym for nón. The Rev. Hjörleifur Einarsson, pastor of Undirfell for more than 30 years, was a pioneering educator who campaigned for better education for girls; in 1879-13 a school for girls operated at Undirfell. The present concrete church at Undirfell was built in 1925, designed by Rögnvaldur Ólafsson, the first Icelandic architect.
11. Hof. According to Vatnsdæla saga, Ingimundur the Aged made his home at Hof. The placename implies that this was the site of a heathen temple (= hof). Above and north of the farmstead is a hill known as Goðhóll (Gods' Hill). Around the hill are traces of ancient field-walls, while at the top is the site of a building. In 1931 the director of the National Museum listed these relics for protection as “temple walls.” In 2006 a small archaeological excavation was carried out on the site. Tephrochronology revealed that the walls post-date the eruption of Mt. Hekla in 1104, and thus have nothing to do with a 10th-century temple. The field-walls may be relics of ancient agriculture. During construction work at Hof in 2009, an ancient churchyard was unexpectedly uncovered at the north of the farmhouse. The graves clearly date from the early Christian period in Iceland after 1000 AD. This evidence is consistent with the evidence of Landnámabók (the Book of Settlements, Þórðarbók version): “then Þorkell [krafla] was baptised, and the Vatnsdalur people also. He had a church made at Hof, and granted burial rights there to all of his liegemen.” See more.
12. Odda-Ás at Ljótunnarkinn. Hrolleifur the Tall was like his mother Ljót in character: she had a reputation for a bad disposition, and was eccentric in her ways. They were driven out of Skagafjörður, and spent two or three winters with Ingimundur before he provided them with a farm at Ás. In due course Hrolleifur slew Ingimundur over a dispute about fishing rights in the Vatnsdalsá river. Vatnsdæla saga recounts that Ingimundur's sons came after mother and son for vengeance, killing both. Ljótunnarkinn is a grassy slope at Ás, where traces of ancient field-walls and buildings are visible. A heritage sign has been erected by the driveway to the farm.
13. Jökulsstaðir. According to Landnámabók (the Book of Settlements) and Vatnsdæla saga (the Saga of the People of Vatnsdalur), Jökull, son of Ingimundur, lived at Tunga. No reference is made to the placename Jökulsstaðir (Jökull's Place). Vatnsdæla saga states that Þórormur lived at “lower” Tunga, so presumably Jökull lived at upper Tunga. Above the farm of Þórormstunga is an ancient farm site with field walls, which is called Jökulsstaðir. A heritage sign has been placed by the road below Jökulsstaðir, which is a short walk up the hillside, offering panoramic views of the region and out to sea. See more.
14. Þórhallastaðir. One of the most dramatic stories in Old Icelandic literature is the account of how saga hero Grettir fought the terrifying ghost Glámur, recounted in the Saga of Grettir. The encounter took place in and around the hall at Þórhallastaðir on a moonlit night. Glámur, who was from Sweden, had been employed as a shepherd on Þórhallur's farm. The saga says: “There was a church at Þórhallsstaðir; Glámur would not go there; he did not sing and was an unbeliever, fractious and surly; he was detested by all.” On Christmas night Glámur was killed by some unknown being in the Forsæludalur valley, where he was buried in the heathen manner under a grassy burial mound is known as Glámsþúfa (Glámur's Tussock). But Glámur rose from his grave to terrorise the local population, slaughtering both people and livestock on the farms. Through heroic efforts, Grettir ultimately laid the ghost, but for the rest of his life he was plagued by misfortune and fear of the dark. Þórhallastaðir has been uninhabited for centuries, but traces of buildings are still in evidence.
15. Ingimundarrústir. Vatnsdæla saga recounts that Ingimundur the Aged came to a valley where willow grew, which he named Víðidalur (Willowdale), and spent the winter there and built himself a hall. On a headland between the Víðidalsá and Faxalækur rivers is a hill known as Ingimundarhóll (Ingimundur's Hill). Northeast of the hill are visible traces of ancient buildings; two halls, 16-18 metres long. A heritage sign has been placed by Vesturhópsvatn lake, from where a footpath leads to the historic site.
16. Borgarvirki (Borg Fortress) is believed to have been a defensive fortification dating from the early days of Iceland's history (c.870-1030). It is unique in Iceland. It is a volcanic plug of columnar basalt, rising to 177 metres above sea level, which is visible from far and wide. A combination of natural features and manmade additions made this an ideal defensive refuge: the natural defences were supplemented by building manmade walls at vulnerable points. Inside are sites of two buildings and a well. Borgarvirki is a listed heritage site. It was one of the first sites granted such protection, in 1817. See more.
Vatnsfjörður við Djúp
Allt frá landnámsöld og fram yfir skipaskipti var Vatnsfjörður stórbýli og höfðingjasetur. Staðurinn kemur víða við í fornritum, m.a. í Landnámu, Íslendingasögum, Sturlungu og margvíslegum öðrum heimildum frá miðöldum. Staðurinn gegndi mikilvægu efnahagslegu, pólitísku og menningarlegu hlutverki. Sögufrægir höfðingjar bjuggu í Vatnsfirði allar miðaldir, s.s. Björn Jórsalafari, sem ferðaðist bæði til Grænlands og Landsins helga.
Á árunum 2003-2013 stóð Fornleifastofnun Íslands ses. fyrir fornleifarannsóknum í Vatnsfirði: uppgrefti, fornleifaskráningu og rannsóknum á landsháttum og menningu. Uppgröftur fór fram á tveimur meginsvæðum. Annars vegar í túninu til norðurs þar sem grafinn var upp skáli, smiðja og fleiri smáhýsi frá víkingatímanum. Hins vegar var grafið í bæjarhólinn þar sem miðaldabærinn mun hafa staðið. Þar komu í ljós leifar bygginga frá 17.-19. aldar. Undir þeim eru eldri mannvistarleifar sem bíða frekari rannsókna.
Kirkja var áður í kirkjugarðinum norðanverðum, en sú sem nú stendur var byggð árið 1912. Er hún friðlýst. Á nýliðinni öld var kirkjugarðurinn stækkaður og garðurinn umhverfis endurhlaðinn.
Yfir Vatnsfirði stendur Grettisvarða, kennd við Gretti sterka Ásmundarson. Þangað er merkt gönguleið og frá vörðunni er gott útsýni. Grettisvara var friðlýst af Matthíasi Þórðarsyni, þjóðminjaverði, árið 1929.
Hér má nálgast rannsóknaskýrslur Fornleifastofnunar Íslands ses. vegna rannsókna í Vatnsfirði 2003-2013:
Vatnsfjörður 2013. Framvindnuskýrslur/Interim Reports (FS531-030913)
Vatnsfjörður 2012. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS514-030912)
Vatnsfjörður 2011. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS492-030911)
Vatnsfjörður 2010. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS461-030910)
Vatnsfjörður 2009. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS499-03099)
Vatnsfjörður 2008. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS426-03098)
Vatnsfjörður 2007. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS383-03097)
Vatnsfjörður 2006. Framvinduskýrslur/Interim Reports (FS356-03096)
Landscape Research at Vatnsfjörður in 2006 (FS343-03096)
Vatnsfjörður 2005. Fornleifarannsóknir/Fieldwork at Vatnsfjörður NW-Iceland 2005 (FS301-03095)
Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp 2004 (FS249-03093)
Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp - Rannsóknir sumarið 2003 (FS213-03092)
Fornleifarannsókn í Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sumarið 2003 (FS211-03091)
English version
Vatnsfjörður Estate
Vatnsfjörður was one of the richest farms in Iceland from the twelfth through the seventeenth century and its owners were among them most powerful in the country. In 2003 a research project was initiated by Fornleifastofnun Íslands ses. (The Institute of Archaeology) in order to study how and why this place emerged, prospered and later declined as a seat of economic and political power, and the role played by the church that was present there from the twelfth century at least. Excavations have shown that in the Viking age there was already a substantial farm at Vatnsfjörður, including a longhouse, a smithy and several workshops and storage buildings. Excavations were also carried out on the large manmade farm mound north of the church. This site revealed buildings from the seventeenth to the nineteenth century. Remains of medieval buildings lie underneath, waiting to be uncovered.
The present church was built in 1912, but the earlier church was int the northern part of the circular graveyard. The church is a listed building.
An impressive view of Vatnsfjörður and its surroundings is from the large cairn on the ridge above the farm. Local legend attributes the building of this cairn to Grettir the strong, a famous outlaw about whom a saga was written in the 19th century, and who, according to the story, stayed briefly at Vatnsfjörður. Grettirs-cairn is a listed monument.