Viðurkenning fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar
07.12.2015
Á ársfundi Minjastofnunar Íslands sem haldinn var sl. föstudag, 4. desember, veitti stofnunin Vegagerðinni sérstaka viðurkenningu sína fyrir mikilvægt brautryðjendastarf í þágu minjaverndar. Þetta er í fyrsta sinn sem slík viðurkenning er veitt eftir Minjastofnun tók til starfa í ársbyrjun 2013.