Fara í efni

Fréttir

Útslit í Menningarminjakeppni grunnskólanna

12.07.2018
Síðastliðinn fimmtudag, 5. júlí, voru veitt verðlaun fyrir hlutskarpasta verkefnið í Menningarminjakeppni grunnskólanna sem Minjastofnun Íslands stóð fyrir í tilefni af Menningararfsári Evrópu 2018. Menningarminjakeppnin er hluti af stærri keppni Evrópuráðsins, European Heritage Makers Week, og var vinningsverkefnið lagt inn í þá keppni einnig.

Minjaslóð - smáforritið opnað formlega

05.06.2018
Laugardaginn 2. júní var opnað formlega nýtt smáforrit um sögu Reykjavíkurhafnar, sem nefnist Minjaslóð. Opnunin var hluti af Hátíð hafsins en hún var einnig liður í dagskrá 100 ára fullveldisafmælis Íslands og Menningararfsárs Evrópu. Sá Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra um að opna forritið formlega.

Opnun smáforrits um sögu Reykjavíkurhafnar - Minjaslóð

30.05.2018
Laugardaginn 2. júní kl. 14, á Hátíð hafsins, verður opnað nýtt smáforrit um sögu hafnarsvæðisins í Reykjavík sem kallast Minjaslóð.

Minjastofnun lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 29. maí

28.05.2018
Minjastofnun verður lokuð eftir hádegi þriðjudaginn 29. maí vegna doktorsvarnar starfsmanns.

Starfsmannamál

07.03.2018
Þó nokkrar breytingar eiga sér stað nú þessar vikurnar í starfsmannamálum hjá Minjastofnun.