Fara í efni

Varðveisla eldri húsa, námskeið á Akureyri 10-11. október

Iðan fræðslusetur stendur fyrir námskeiðinu Varðveisla eldri húsa á Akureyri dagana 10-11. október.
02.10.2025
Fréttir
Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands flytur erindi á fundi EHHF í Valletta á Möltu.

Árlegt mót forstöðumanna minjastofnana í Evrópu í Valletta á Möltu

Árlegt mót forstöðumanna evrópskra minjastofnana (European Heritage Heads Forum) fer fram um þessar mundir í Valletta, höfuðborg Möltu. Um mikilvægan vettvang er að ræða fyrir þau sem leiða minjavernd í Evrópu til að hittast, skiptast er á skoðunum og ræða áskoranir líðandi stundar sem oftar en ekki ganga þvert á landamæri. Fulltrúi Íslands nú sem undanfarin tvö ár er Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.
26.09.2025
Fréttir

Ný fornminjanefnd hefur verið skipuð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað fornminjanefnd sbr. ákvæði 8. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar.
24.09.2025
Fréttir
Rúnar Leifsson flytur erindi á fundinum.

Fundur forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndum

Rúnar Leifsson forstöðumaður Minjastofnunar Íslands og Þór Hjaltalín sviðstjóri minjavarða sitja nú árlegan fund NHHF (Nordic Heritage Heads Forum), forstöðumanna minjastofnana á Norðurlöndunum, sem þetta árið er haldinn í Krónborgarkastala á Helsingjaeyri í Danmörku.
18.09.2025
Fréttir

NBM auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026

NBM hefur það að markmiði að stemma stigu við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni á Norðurlöndum og tryggja með því að vistkerfin verði áfram öflug og veiti þá vistkerfaþjónustu sem nauðsynleg er fyrir velferð og hagvöxt samfélaga.
30.07.2025
Fréttir

Árnesþingstaður

Nýtt Þrívíddarlíkan af Árnesþingstað í landi Minna-Hofs í Árnesi.
27.06.2025
Fréttir

Afgreiðsla húsafriðunarsjóðs, lokað 15. júlí - 1. ágúst

Afgreiðsla húsafriðunarsjóðs verður lokuð frá 15. júlí - 1. ágúst 2025 vegna sumarleyfa
23.06.2025
Fréttir

Nýir staðlar fyrir fornleifaskráningu

Minjastofnun Íslands hefur gefið út nýja og endurbætta staðla fyrir skráningu fornleifa. Markmið þeirra er að samræma vinnubrögð, auka gagnagæði og tryggja að skráning fornleifa sé í samræmi við þarfir og kröfur nútímans.
16.05.2025
Fréttir

Minjastofnun Íslands - hlutverk og starfssvið / Byggingararfurinn – sérstaða hans og varðveisla. Kynningarfundur á Akranesi.

Pétur H. Ármannsson arkitekt og sviðstjóri Húsverndarsviðs á Minjastofnun kynnti starfsemi stofnunarinnar og húsverndarmál á fundi á vegum þróunarfélagsins Breið á Akranesi þann 9. apríl.
10.04.2025
Fréttir

Starfsmenn Minjastofnunar á ráðstefnu EAC í Gdansk

Dagana 26. - 29. mars sóttu Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri og Sólrún Inga Traustadóttir verkefnastjóri ráðstefnu og ársfund EAC (European Archaeological Council) í Gdansk í Póllandi. Þema ráðstefnunar var fornleifafræðileg gagnasöfn, aðgengi og miðlun fundasafna í starfi minjavörslu.
02.04.2025
Fréttir

Viðburðir - á döfinni

  • Kortavefsjá - menningarminjar

    Minjavefsjá
    - menningarminjar

    Í Minjavefsjánni er að finna upplýsingar um menningarminjar á Íslandi.

    Smellið á Íslandskortið til að fara beint inn á Minjavefsjánna.

    Athugið að í Minjavefsjánni er ekki tæmandi listi yfir friðaðar og friðlýstar minjar.

    Nánar um Minjavefsjá

  • Menningarminjadagar Evrópu

    Menningarminjadagar Evrópu

    Þema Menningarminjadaga Evrópu 2025 er tileinkað byggingararfinum og einblínir á hið ríka og fjölbreytta byggða umhverfi sem mótar menningarlega sjálfsmynd Evrópubúa. Þemað markar einnig 50 ára tímamót frá „Evrópska byggingararfsárinu 1975“ (European Architectural Heritage Year 1975).

    Nánar um menningarminjadagana

  • Fornleifar og byggingararfur - Áhugavert efni

    Áhugavert efni

    Á þessari síðu má finna áhugavert efni af ýmsum toga um menningarminjar sem Minjastofnun Íslands hefur staðið fyrir, svo sem myndbönd, jóladagatal, minjar mánaðarins og annað útgefið efni.

    Skoða efni