Friðlýsing Laugarnestanga
23.01.2026
Fimmtudaginn 22. janúar var menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga friðlýst við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga. Fjölmennt var við athöfnina og voru erindi flutt af umhverfis-, orku – og loftslagsráðherra, borgarstjóra Reykjavíkur,forstöðumanni Minjastofnunar Íslands og fulltrúa Vina Laugarness.